Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 29
GUÐ HJÁLPI ÍSLENDINGUM 139 refsi mönnum fyrir stríðsáróður og marki styrjaldir undir glæp, sem ekki megi henda mannkynið framar. En „Rússland er lokað land, og maður veit svo ósköp lítið um, hvað þar er að gerast“. En það er sjálfsagt eitthvað skelfing slæmt. „Það er bezt að segja sem minnst,“ sögðu rógberarnir á Snæfellsnesi. En það er samt furða, hvað menn vita mikið um Rússland, þetta „lokaða land“, þegar það er eitthvað ljótt, sem þar á að vera að gerast, þó að þeir séu skikkanlegir og talfáir um allt hið fegurra mannlíf. Það er reyndar ekki rétt, að Ráðstjórnarríkin séu lokað land. Þang- að liggur stöðugur straumur fólks frá Kína og úr alþýðuríkjunum í Austur-Miðevrópu, og sendinefndir frá auðvaldslöndunum streyma þangað linnulaust, og ég hygg, að nálega hver ærlegur maður, sem girnist, fái að ferðast um Ráðstjórnarríkin, ef hann sækir um leyfi til þess til hlut að eigandi aðilja. í gær voru komnar til Moskva fimmtán þúsundir manna í sendinefndum frá fjölda landa. En það er samt satt, að til Rússlands eru ferðir ekki frjálsar á sama hátt sem til landanna í Vestur-Evrópu. En ég held það sé ekki vegna þess, að Rússar séu að gera eitthvað ljótt bak við járntjaldið. Orsökin mun vera allt önnur. Þá gera menn sér nýtt vígi og taka upp svofelldar varnir: Maður fær ekki að fara frjáls ferða sinna um Rússland. Það er farið með mann á þá staði, sem Rússar vilja sýna. En við fáum ekki að koma þangað, þar sem það ljóta er. Við fáum til dæmis ekki að sjá fátækrahverfin í Moskva. Ekki er þetta heldur nákvæmlega rétt. Hópferðum útlendinga er ná- kvæmlega eins hagað í Rússlandi og í öðrum löndum. Menn ferðast eftir fyrirfram ákveðnu plani, eftir ákveðnum leiðum, um ákveðin héruð, til ákveðinna staða. Svona er þetta líka í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eng- landi, á Ítalíu, í Ameríku og í okkar eigin landi. I þessum löndum get- ur ferðamannahópurinn valið um ýmsar leiðir. Hér á landi geta menn kosið um Gullfoss og Geysi eða Akureyri og Mývatn. Þetta er líka eins í Ráðstjórnarríkjunum. Þú getur til dæmis valið um Kákasus og Úral. Og það er ennfremur eins í Ráðstjórnarríkjunum og í þessum löndum, að utan ferðaáætlunarinnar, í tómstundum þínum, þá geturðu flakkað hvert á land, sem tími þinn endist þér til. Þú getur til dæmis leitað uppi fátækrahverfin í Moskva. Það tæki þig kannski dálítinn tíma að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.