Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 39
ÚR VINNUSTOFU SAGNASKÁLDS 149 gleraugu, eins og hún gerir þar. í B, eins og í bókinni, er hún hinsvegar ekki lcölluð Ugla, heldur heitir hún það. Á tilsvarandi stað í B segir húsfaðirinn: „Og heitir Ugla? Ánægjulegt! Lærður fugl; og hennar tími nóttin.“ (3). Og bókin girðir fyrir allan misskilning: „Hann hef- ur upp fyrir sér nafn mitt: Ugla, og heldur áfram: lærður fugl; og hennar tími nóttin.“ (8). Umræður og athugasemdir um siðferði, ekki sízt um kynferðislíf manna, eru mikilvægur þáttur í Atómstöðinni. Flestum kvenpersónum hókarinnar er lýst að meira eða minna leyti í ljósi andstæðunnar milli kynferðilegra hvata og (kristilegs, ,,borgaralegs“) siðferðis: Uglu, Ald- inblóði, Kleópötru, jafnvel móður organistans, sem átti krakka um fermingu og lifði alltaf síðan undir fargi syndasektarinnar. Höf. segir strax í upphafi G einnig frá hinni kynferðislegu reynslu norðanstúlk- unnar, áður en hún kemur til Reykjavíkur. Það er athyglisvert við þessa lýsingu, hvað ýmis atriði sögunnar hafa staðið skáldinu lifandi fyrir hugskotssjónum frá fyrstu byrjun; persónur og atburðir eru ekki ein- ungis „grind“, heldur hafa þegar tekið á sig form og liti: Heima í sveit sinni hefur hún verið skotin í prestssyni. Hún hefur litla kynferði- lega reynslu; fyrir meira en ári „verið með“ kaupamanni frá næsta bæ á lækjar- bakka í tunglsljósi seinast í ágúst að liðnum þurkdegi. Nokkrum dögum síðar hafði hann komið aftur, og hún gert sér eitthvað til erindis við hann og fylgt honum á leið, og það hafði endurtekið sig. En skömmu síðar hafði hann farið burt, og hún hafði í rauninni ekki saknað hans. En þessi reynsla hefur hjálpað til að gera hana síður háða blekkíngarfullum meydómshugsunarhætti á flestu sviði. Hinsvegar er ■erótik hennar sterk og heilbrigð, en hólfuð frá dagvitundinni, og kemur þeim mun sterkar upp, þegar slappað er á vitsmunastjórn dagsins. Erótik hennar birtist í gerð- um fremur en orðum, og þegar hún hugsar um þetta hálfa líf sitt, þá er það án rómantíkur. 2 Á þessa „næturvitund“ Uglu er síðar minnzt t. d. A 29, þar sem hún er að hugleiða með sjálfri sér: „það sem manni finst ósiðlegt á morgnum finst manni sjálfsagt á kvöldin, því sjálfsagðara sem líður nær miðnætti; og verstur er maður milli 12 og 3 á nóttinni“. Um þessa hlið á eðli hennar fjallar einnig 17. kafli bókarinnar, undir fyrirsögninni Stúlka á nœturnar. 4. Þó að G lýsi organistanum og umhverfi hans að verulegu leyti alveg eins og þau birtast í bókinni, hefur persóna hans þarna eitt sérkenni, er hefur seinna verið útmáð: hann er kynvillingur:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.