Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 44
154
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
niöurlagsorðin þannig; höf. hefur verið að tala um Fjölnismenn:
„Hygg ég ekki fjarri sanni að telja suma þeirra heilaga menn, eins og
Spengler telur Dostojevski, en eitt víst, að íslenzk vitund og íslenzk ör-
lög hafa sjaldan birzt til meiri fullnaðar en í Jónasi HaIIgrímssyni.“
Það er engin tilviljun, að grein þessi skuli vera samin vestur í Amer-
íku; en dvölin þar árin 1927—29 varð til þess að láta Halldór skoða
ísland í nýju ljósi og vakti hjá honum ríka þjóðernistilfinningu. í
Atómstöðinni táknar Ástmögur þjóðarinnar hið dýpsta íslenzka eðli,
samgróið landinu, sögu þess og náttúru, táknar allt það, sem gerir ís-
lending að Islendingi. Með því að láta einmitt anda Jónasar Hallgríms-
sonar svífa yfir dal norðanstúlkunnar hefur höf. dýpkað merkingu
hennar sem fulltrúa íslenzkrar alþýðu. Milli hans, „sem byggir hnúka-
fjöllin“, og hennar er leynt og órjúfanlegt samband. Þannig er breyting
sú, er hér hefur verið rædd, einn þáttur í viðleitni skáldsins að gera
sögu sína heilsteyptari, dýpri, áhrifameiri.
6. Um hinar persónurnar er færra að segja frá sjónarmiði því, er hér
hefur verið haft. Frúnni í húsinu, þar sem Ugla vinnur, er strax í upp-
hafi G lýst á mjög svipaðan hátt og í bókinni: „hreinræktuð fín frú,
sem liggur til hádegis, og sofnar eftir að hún hefur drukkið morgun-
súkkulaðið, mjúk og fögur, og fær æðisköst ef hún hefur ekki vilja sinn
í öllum hlutum, það kemur mest niður á manninum; .. . getur hún haft
til að leggjast á gólfið og lemja niður hælunum og æpa“ (5). En þar að
auki er hún mjög nízk: „Nískan á heimilinu hjá frúnni er furðuleg . . .
Þjónustufólkið fær annan mat en fjölskyldan. Ollu er lokað með lvklum
sem geymdir eru hjá frúnni.“ (5). Þessari nízku hefur þó síðar verið
sleppt; hana vantar alveg í bókinni. E. t. v. má líka halda því fram, að
sá eiginleiki samrýmist ekki vel skapgerð hennar að öðru leyti.
„Forsætisráðherrann er Júel J. Júel“ (23), stendur á einum stað í G.
Skáldið hefur þá hugsað sér hann mjög í líkingu við yfirboðara Péturs
Þríhross í „Ljósvíkingnum“. í þessu sambandi má e. t. v. tilfæra nokk-
ur orð eftir organistann í G um ráðherra á íslandi; þau virðast mér
svæsnari en svipaðar athugasemdir í bókinni yfirleitt:
Til að komast til nokkurra mannvirðinga á Islandi þarf maður sannanlega að
hala svarið rangan eið opinberlega, og helst verið dæmdur fyrir það, a. m. k. ofsótt-
ut í blöðum. Ef hægt er að sanna að einhver maður sé stórþjófur, einkum ef hann