Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 46
156 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hugasemd þessi virðist að nokkru leyti stafa af því, að guðirnir tveir eigi sameiginlega fyrirmynd í veruleikanum og séu s. a. s. klofnir út úr einum manni. (Sbr. frásögn í Lœknaráðsúrskurðum 1951, 6/1951.) Þessvegna er sérstök ástæða fyrir höf. að gera sér breytingu sína Ijósa, og láta ekki „veruleikann“ trufla sig. Annars er tilefnislaust að rekja nánar þetta samband milli sögupersóna og „fyrirmynda” þeirra. Það kemur brátt í ljós, að skáldið hefur hér eins og alltaf sveigt veruleikann inn undir eiginlögmál sögu sinnar. „Guðirnir“ eru gott dæmi þess, hvernig viss veruleikaatriði setja hugmyndaflug skáldsins af stað, en sogast smátt og smátt inn í hinn nýja veruleika sögunnar og taka á sig allskonar breytingar í samræmi við hina listrænu heild. Á einum stað í G er talað um innbrot, þar sem þjófurinn hefur skilið eftir „nokkrar línur á miða undirritaðar Jesús Kr.“ (10). Þarna er eitt atriði úr sögu „guðanna“, sem skáldið hefur skrifað hjá sér úr veruleikanum (sbr. Lœhiaráðsúrskurði), þegar hann fór fyrst að vinna að sögu sinni; en hann hefur ekki fundið ástæðu til að halda því. I G er minnzt á heimboð hjá „rómantiska snillíngnum“; hann held- ur sjálfur „ræðu, fer með kvæði syngur grætur og brýtur flygilinn með sleggju“ (17). En í A er heill kafli, sá tólfti (bls. 135—46), er lýsir veizlunni hjá honum á 18 ára afmæli hans. Veizlan er haldin í vöru- skemmu á Seltjarnarnesi (en samkvæmt sama handritinu á orgelkenn- arinn heima í kjallara á Grímsstaðaholti; sjá bls. 28—29). Þar eru yfir- leitt engin húsgögn nema flygill, en á honum liggur sleggja. A gólfinu eru hundrað drepnir minkar, hausar þeirra skornir af. I einu horninu sitja fjórir drengir innan við fermingu og reykja vindlinga með svarta- dauða fyrir framan sig. Þeir spila hættuspil og eru alblóðugir á hönd- unum; Ugla verður mjög hissa, þegar hún uppgötvar, að einn þeirra er sá litli feiti í húsinu, þar sem hún vinnur. Rómantiski snillingurinn býður hverjum hinna fyrstkomnu eina sardínudós, einn naglbít og eitt hárnet; hann segir þeim, að sardínurnar séu tíu ára gamlar. Guðinn Briljantín kemur með saltfiskinn og ekur inn barnavagni sínum, en litlu tvíburarnir verða dálitla stund miðdepill samkvæmisins. Minkaskrokk- ar og -hausar eru fjarlægðir athugasemdalaust, en í staðinn er naglbít- um og hárnetum stráð um allt gólfið. Allir fá sér tíu tuttugu hárnet á höfuðið og naglbít í hverja hönd. Afmælisbarnið klífur upp á flygilinn og flytur ræðu, er ég tek hér upp í útdrætti:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.