Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 58
168 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR meyjan sjálf gekk þess ekki dulin, að hún væri fögur kona, enda frétti ég síðar, að á henni hvíldi sá dómur, að hún væri fegursta kona Ind- lands. En svo kom þar önnur kona, einnig fögur, og snart hún enn meira hjarta mitt, því að hún talaði til þess um þá fegurð mannlegs lífs, sem á það til að skarta fegursta skrúði sínu í dýpstu eymdum lífs- ins. Hún söng sönginn um sorgþrungið líf ungu sveitakonunnar í Ind- landi. Ég efast um, að glæsileiki og styrkur raddarinnar hefði getað skipað henni á bekk með óperusöngkonum okkar klassisku menningar, og ekki hafði hún neina tilburði með trillur, sem talizt gætu nýmæli í heimi listarinnar. En tjáning hennar var svo sönn í látleysi sínu, hryggð hennar svo einlæg og sorg hennar svo djúp, að það var ekkert annað en eðlilegt viðbragð, svo einstætt sem það var á þessu bræðralagsins festivali, þegar hún stjakaði frá sér faðmlagi unga mannsins, sem hljóp upp á sviðið til hennar að söng loknum með blómvönd í hendi. Sorg indversku sveitakonunnar var og hlaut að vera þess eðlis, að í sögu hennar gátu ekki átt heima nein vinsamleg atlot. Það var greinilegt, hve þjóðir þær, sem í dag standa í ströngustu stríði fyrir að verja frelsi sitt, ávinna það og grundvalla, opnuðu hjarta sitt alúðlegast fyrir okkur. Þær duldu sízt, hvað þeim lá á hjarta í dag og hvernig þær mátu baráttu dagsins. Þær fóru ekki dult með það, hvers þær meta foringja sína. Albanir eiga söng um forseta sinn, annan um ónefnda þjóðhetju. Kínverjar um Maó-Tsetung og leika síðan Stalín- kantötuna, og Kórverjar syngja um sinn mikla foringja, Kim-Ir-Sen. Þá rifjast upp fyrir manni allar hneykslanir borgaranna út af persónu- dýrkuninni í Austurvegi. Og til afsökunar varpar maður fram spurn- ingunni: Af hverju yrkja íslenzku hirðskáldin ekki lofkvæði um leið- toga þessarar kynslóðar með okkar þjóð? Þeirri spurningu er ákaflega fljótsvarað: Lofkvæði um öndvegismenn íslenzkra stjórnmála nú á tím- um væri ekki lof, heldur háð, eins og Snorri gamli sagði á sinni tíð, meðan ekki er gert neitt það, sem vakið getur þjóðarfögnuð, þá verður ekki ort lofkvæði um neinn höfund þjóðfélagsafreka. Hins vegar sýna kvæðin um Jón Sigurðsson lífs og liðinn, að íslenzk þjóð kann að meta foringja í baráttu sinni og hún getur sameinazt um að kyrja þeim lof- söngva. — Þá var það mjög einkennandi, hve söngvar þessara þjóða og dansar voru sprottnir af daglegum störfum þeirra og snertingu þeirra við fósturjörðina í gegnum þau störf. Albanir sungu um sína fimm ára
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.