Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 60
170
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
með. Kínverjar syngja um tetínslu og býfluguna. Hreyfingunum við
tínsluna er snúið í dans, og viðskiptunum við býfluguna er snúið í
dansandi sókn og vörn. Og Kórverjar flytja spunasöng, ökumannaljóð,
sjómannasöng og dans bóndans. í söngvum og dönsum þessara þjóða
leyndu sér ekki hin hjartanlegu tengsl við jörðina, fegurð hennar og
gjafir. Kórverjar sýndu dans með blóm, og annar dans þeirra hét „Dans
blómanna". Þeir sungu lí^a um úthafsknörrinn. Þar voru langdrægar
öldur og ofsasjógangur. A bak við skynjaði maður tákn hinnar þungu
öldu, sem þeir börðust við á fleyi síns dagslega lífs.
Fyrst datt mér í hug, að söngvadansar þessir væru gamlir þjóðdansar,
en brátt sannfærðist maður um, að svo var ekki, nema þá að einhverju
leyti að stofni til. Inn í söngva þessa og dansa var fléttað baráttu dags-
ins í dag í raunveruleikans sterku litum. í sambandi við áður nefndan
söngdans bóndans með haka og skóflur fléttuðu Viet-nambúar lijálp
hans við skæruliðana, sem berjast fyrir frelsi þjóðarinnar. Bátar þeirra
þræða inn á milli árbakkanna inn á akra bóndans og laumast aftur út
af sviðinu hljóVum áratogum með kornknippi og matarböggla. Dag-
skrá Viet-nambúa var þrungin af málum dagsins, hún kom beint frá
innstu rótum hjartans og náði líka til innstu róta hjartnanna. Þeir
sungu ljóð um sína löngu baráttugöngu undan oki auðvaldsins. En
þeir sungu líka söng, sem heitir „Nú skín sólin“. Þá ætluðu Frakkarnir
á áheyrendabekkjunum alveg hreint að tryllast, gripu fram í og hylltu
Viet-nam. Viet-nam svaraði með söng til Frakklands. En sá söngur var
ekki helgaður franska auðvaldinu og kúgun þess og morðum, heldur
franskri jörð og franskri þjóð, sem austurlandaþjóðin elskar sem þján-
ingabróður og samherja í baráttunni fyrir fögru og frjálsu mannlífi.
Að þeim söng loknum fengu þeir líka mikið af blómum og frönskum
faðmlögum, en Frakkar skipuðu verulegan hluta salarins í samfelldum
hópi. Síðasta kynning Viet-nambúanna var um herinn þeirra, hermenn-
irnir koma í bæinn, og her og þjóð taka höndum saman.
Eftirtektarverðast af sýningaratriðum þessara tegunda var ættlands-
söngur Kórverjanna. Dansinn hefst úti á akri, menn eru þar með jarð-
yrkjuverkfæri, ung kona sáir, önnur kemur á sviðið með körfu í hendi
og setur hana frá sér, en tekur sjálf til starfa. Síðar kemur í ljós, að í
körfunni er barn hennar. Þegar gleðidans jarðyrkjunnar stendur sem
hæst, heyrist flugvéladynur. „Ameríkanarnir koma!“ hvíslaði túlkurinn.