Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 67
UPPGJOF 177 þaksins yfir kytru hans, spilaði yfir honum upphafslausar og endalaus- ar örvæntingarhljómkviður svo hann fékk ekki sofið fyrir angist. Vorið kom, það var kalt og vann ekki á vetrarkulinu. Hann var lítill maður vexti í hreinum gulum vinnufötum. Hann var mjósleginn, grannur og beinaber, fínlegur allur og brothættur sem aust- urlenzkur listskurður úr dýru beini, axlirnar mjóar og þunnar og brjóst- ið innfallið. Hvað þarf, hugsaði hann, til að fá vinnu? Vera mjúkmáll og þægi- legur við fyrirfólk og umbjóðendur þess. Eða þá vitundarlaust vöðva- dýr er nota má sem vél væri . . . Þessi maður hafði eitthvað það í aug- unum sem bar því vitni að hann væri maður, — ekki dýr. Eitthvað var þar sem truflaði menn er þjösnast áfram beina braut og skeyta ekki um hvað fyrir verður. Það var eins og hann sæi ýmislegt fyrir aftan þá, væri að horfa á eitthvað í gegnum þá meðan hann talaði við þá, til að mynda skrítinn stein í götunni, undarlegt blóm eða skuggana leika í bláleitri fjallshlíð. Eða eitthvað annað. Og það má hreint ekki. Hann truflaði mennina sem hann var að tala við í einsýni þeirra, menn er réðu vinnu. Með honum fluttist einhver annarlegur blær fleiri tilveru- möguleika en þeir réðu við. Hann skynjaði einhverja vídd sem þá ór- aði ekki fyrir. Þeir óttuðust þessi augu sem horfðu í gegnum þá eins og þeir væru ekki til á hluti sem voru ekki til fyrir þeim. Þeir létu hann fara burt hið fyrsta bónleiðan. Þeir hugsuðu: hypjaðu þig burt og komdu aldrei aftur; en sögðu bara: nei því miður. En nú var hann dáinn. Það gerðist allt í einu. Eða kannski hafði það gerzt fyrir löngu, kannski hafði það verið lengi að gerast. Hann vissi það ekki. En hann hafði allt í einu tekið eftir því að hann var al- gerlega tómur í sál sinni. Tilfinningalaus. Enginn sársauki lengur, eld- arnir sem áður loguðu í honum og tærðu kulnaðir. Nú var ekkert. Það var eins og hann hefði verið ristur á hol og allt tekið innan úr honum. Hann var allt í einu staddur í Strætinu. Maður sat við hlið honum stór og rauður sem sagði í sífellu: Volduga mjúkhenta líkn míns lífs; og fór að gráta til að sannfæra sjálfan sig um það að lífið væri mikill harmleikur. Það var sóðaleg krá í Hafnarstræti. Þangað var hann kom- inn án þess að hann gæfi því gaum hvernig það atvikaðist. Reykur af tóbaki sveimaði yfir eins og mýflugur yfir lygnu vatni á kyrrum ágústdegi. Andi guðs yfir vötnunum: nikótín mengað svitalykt Tímarit Máls og menningar, 2.—3. h. 1953 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.