Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 79
SÖGUR ÚR SÍLDINNI
189
Meginhluti síldveiðiflotans var samankominn þarna á sundinu, en
lítil hreyfing á skipunum, því að nú sást hér engin síld.
Jafnvel jötunninn sjálfur
hann Jörundur liggur kjur.
Og þarna er Gullfaxi, Guðrún
og Guðmundur Þorlákur.
Það var einsog allur flotinn væri dáleiddur af yndisleik þessarar næt-
ur, og mætti sig því hvergi hræra. Svona fallegt getur orðið á Gríms-
eyjarsundi, jafnvel þegar ekkert veiðist. En —
þá fréttist frá flugvélinni,
sem flýgur um loftin blá,
að núna sé nokkrar torfur
norður í hafi að sjá.
Og þarmeð er flotinn þotinn
þangað í einni hjörð.
En Jón minn á Straumey, hann stýrir í austur
og stefnir á Bakkafjörð.
Kvöldið eftir, er við komum á Bakkaflóa — sem er hið skráða nafn
á því veiðisvæði er hér um ræðir, þó sjómenn kalli það oftast allt sama
nafninu og innsta hlutann, Bakkafjörð (að ég nú ekki tali um ef þeir
þurfa að ríma það við hjörð) — þetta kvöld voru þar aðeins fjögur eða
firnm skip fyrir, og þegar Jón skipstjóri leit yfir flóann í sjónaukanum,
þá varð honum að orði:
„Þessir líka flekkirnir hér uppeftir öllu. Svona mikla síld hef ég ekki
séð í mörg ár.“
Og veðrið var ekki síður gott en á Grímseyjarsundi kvöldið áður, —
semsagt eins hagstætt og á varð kosið, til að veiða síldina.
Þó fengum við ekki mikið þessa nótt, að minnsta kosti ekki eins mik-
ið og efni stóðu til, og olli því ólag á bátavélunum. Misstum við alveg