Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 88
198 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hinn 9. ágúst lá Straumey á Skoruvík ásamt mörgum öðrum skip- um, þar á meðal nokkrum norskum, og fengum við fimm hásetar að fíra stjórnborðsbátnum. Fyrst fórum við útí norska skipið Svalbard frá Álasundi. Svalbard er á stærð við Straumey. Hásetarnir hópuðust útá dekkið er við komum og voru auðsæilega ekki síður en við fegnir því að sjá ný andlit. Við spurðum hvernig þeim hefði gengið í sumar, og þeir kváðust vonast til að hafa bráðum fiskað fyrir sköttunum. Þeir höfðu verið á íslandsmiðum í 5 vikur og voru búnir að salta í 800 tunnur, en áttu eftir 300. Upphaflega var gert ráð fyrir að túrinn tæki 10 vikur. Þeir sögðu að hásetahluturinn væri um 2 krónur norskar fyr- ir tunnuna, og höfðu sem sé líkur til að fá 2200 krónur fyrir túrinn. Það var nú allt og sumt. Svo fórum við útí annað norskt skip sem hét Söderoy. Þar fengum við að skoða nótabátana, sem voru úr stáli. Við spurðum hvaða vinningur væri að því að hafa bátana úr stáli, hvort þeir væru léttari en trébát- arnir. En þeir sögðu að stálbátarnir væru álíka þungir og trébátarnir, vinningurinn væri hinsvegar fólginn í styrkleikamuninum. Stálbátarnir þyldu miklu þyngri áföll en trébátarnir, og kæmi það sér vel þegar sótt væri til veiða langt norður í íshaf, þar sem veðurguðirnir væri því miður ekki alltaf í góðu skapi. Þeir sýndu okkur hvernig hafði verið komið fyrir loftdunkum í bátunum til að fyrirbyggja að þeir sykkju þó illa færi. Þeir kváðust alltaf hafa bergmálsmæli í öðrum bátnum á vetrarvertíðinni heima, en þá er síldin sem kunnugt er veidd innan- skerja og hagar sér einsog Hvalfjarðarsíldin hjá okkur forðum, veður ekki, svo það verður að leita hana uppi með lóðningu. Sum norsku skipin hafa fengið alúmíníumháta, og þeir eru auðvitað miklu léttari en trébátarnir, og þá að sjálfsögðu líka hraðskreiðari. Við tókum eftir því að það hafði verið þvottadagur um borð í Söd- eroy, og héngu skyrtur og buxur mannanna á þartilgerðum snúrum, og festar með klemmum. Undruðumst við hvað þetta var allt vel þvegið, og hrósuðum mönnunum fyrir myndarskapinn. Og þá fengum við að heyra það sem eftilvill mátti teljast merkast af öllu því sem þessir frændur vorir sögðu: Þeir hafa þvottavél um borð! En þannig er það jú með norsku skipin, sami menningarbragurinn á öllum sviðum, sama snyrtimennskan og hreinlætið hvert sem litið er. Meiraðsegja nótabátarnir eru fagurlega málaðir utan, og hvítir innan,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.