Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 91
SÖGUR ÚR SÍLDINNI
201
Jiverju sinni reiknaði hann út samanlagða vegarlengdina sem farin var
með kerrur þessar við löndun á 750 málum síldar í eina Siglufjarðar-
verksmiðjuna, og reyndist það vera 50 kílómetrar, eða einsog frá Reykja-
vík austurá Þingvöll. Og samt þótti það jafnan eftirsóknarverðara að
vera við keyrsluna helduren moksturinn í lestinni.
Enda getur maður farið nærri um að sá mokstur hefur ekki verið
neinn leikur, síðan maður fékk að kynnast því hve erfitt er að eiga
við síldina, jafnvel þó aðeins þurfi að lempa henni, þegar hún er orðin
gömul og kannski svolítið úldin og rennur ekki til einsog meðan hún
er ný, heldur hangir öll kösin saman líkast einhverri voðalegri tog-
leðurstegund eða deigi. Og svo loftið í lestinni, þetta hatramma sam-
bland allskonar ólýsanlegra lykta sem fylgja síldinni þegar hún er í þessu
ástandi, það er svo sannarlega engin hressingarinngjöf fyrir vinnumóða
menn. Enda eru þess dæmi, að menn hafa fallið í yfirlið, og það fleiri
en einn, við löndun úr lest. Og loks þegar búið er að landa, og maður
tekur af sér vettlingana, þá sést, að komin eru stór fleiður á hendurnar,
einkum á milli fingranna. Það er átan í síldinni sem orsakar þessi fleið-
ur, og mann svíður í þau.
*
En hendurnar styrkjast smátt og smátt, og fleiðrin gróa. Og marið á
þeirri löngutöng sem lenti milli nótabáta á Grímseyjarsundi eina bjarta
nótt í júlí, það er nú komið frammá miðja nögl og nætur orðnar
dimmar.
Og einn góðan veðurdag sigldi Straumey inn Eyjafjörð, og framhjá
Hjalteyri, og alla leið til Akureyrar. Og skipstjórinn fór í land til skrafs
og ráðagerða við útgerðarmanninn, sem hafði skroppið þangað norð-
ur. Um nóttina héldum við svo í miklu logni til baka út fjörðinn; — og
þegar við fórum framhjá Hjalteyri, þá togaði Jón skipstjóri í bandið
á skipsflautunni, þrisvar sinnum, í kveðjuskyni, og það tók undir í
fjöllum Eyjafjarðar. Síldveiðum Straumeyjar sumarið 1953 var lokið.
Síðan sigldum við vesturum, og höfðum tunglsljós í kjölfarinu.
Heim.