Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 102
212 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Inconnue, elle était ma forme préférée, Celle qui m’enlevait le souci d’étre un homme, Et je la vois et je la perds et je subis Ma douleur, comme un peu de soleil dans l’eau froide. (Oþekkt var hún það form sem ég mat hæst, Sú sem létti af mér áhyggjunum að vera maður, Og ég sé hana og ég missi hana og ég þoli Þjáninguna, eins og dálítið sólskin í köldu vatninu). (Capitale de la Douleur). Fegurð máls hans kemur ekki til af því hann noti „falleg orð“, heldur sönn orð, sem hann kann að skipa í ljóð sín af frábærri list, á óvæntan hátt: þau lýsa og hljóma. — í Ijóðum hans eftir stríðið ber málið að sjálfsögðu mörg hin sömu einkenni og fyrr, en það er rökrænna en áð- ur. Hann hafði oftast ort stutt ljóð, sem náðu þó óendanlega lengra en orðin, töfrar þeirra byggðust einmitt oft á hinum hálfkveðnu orðum, listinni að segja sem minnst. I sumum síðustu bókum hans eru hins- vegar mjög löng ljóð, ljóð sem mætti skilgreina sem „skáldlegar hug- leiðingar“. Tæknin hafði breytzt: langt mál er andstætt allúsíónum og úrfellingum. Myndirnar eru í meira samræmi en fyrr, minna um gagn- stæðar myndir, það má segja að hin seinni ljóð Eluards séu melódískari en hin fyrri. Reyndar var notkun andstæðra mynda, andstæðra hugtaka, jafnan hóflegri hjá Éluard en ýmsum öðrum nútímaskáldum. — Þessi breyting á tækni stafaði sjálfsagt meðal annars af pólitískri afstöðu: Éluard var nú enn meira í mun en áður að ná til sem flestra. And- stæðingar hans notuðu sér að sjálfsögðu þessa breytingu til að ásaka hann um að hafa slakað á listartökunum. Þessum mönnum svaraði hann í ljóðinu „La Poésie doit avoir pour but la vérité pratique“ („Hlutverk skáldskaparins á að vera liinn hagnýti sannleikur“, 1948), þar sem hann setur „hinn hreina skáldskap“ andspænis veruleikanum. Þetta Ijóð minnir á tvö önnur sem bæði nefnast Critique de la Poésie, annað frá 1932, sjö línur: C’est entendu je hais le régne des bourgeois Le régne des flics et des prétres Mais je hais encore plus l’homme qui ne le hais pas Comme moi De toutes ses forces
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.