Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 107
í HVAÐA VAGNl 217 og mjólk og hjartað tekur til að hamast. Þó er þetta bláókunnugur krakki. — -—- Svona eru fínu vagnarnir, hreinustu listaverk. Allt er á sínum stað, tandurhreinar bleijur samanbrotnar til fóta og lítil, falleg hringla hang- ir í bandi niður úr skyggninu. Allt er fyrirfram ákveðið, hver hlutur fellur við annan í dásamlega heild, — allt er í lagi, krakkinn og vagn- inn. — Guð, hvað maður öfundar konuna! Svo eru líka til ljótir vagnar. Þeir eru ólánlegir í laginu, eins og þeim hafi verið klambrað upp af tilviljun, fyrir illa nauðsyn, úr því efni, sem hendi var næst. Körfu, sem upphaflega var ætluð undir þvott, er kannski tildrað ofan á hlaupahjól eða hjólaskauta, með miður smiðslegu handbragði. Beina- grind úr ónýtri regnhlíf er tjaslað yfir í staðinn fyrir skyggni, og þar ofan á er njörvað ljósri vaxdúksbót, — afganginum af eldhúsborðinu, — og skósverta borin á allt saman. Maður verður að beygja sig tvöfaldan til að sjá krakkann, því hjólin eru svo lág. Rúmfötin eru úr skræpóttu sirzi, koddaverið kannski úr öðru efni en sængurverið, og — þarna liggur barnshöfuð á koddanum — indæll krakki, þó að allt sé í óreiðu. Pelinn hans er gamalt meðalaglas, og miðinn hefur verið klóraður af að nokkru leyti, svo maður getur séð, að mjólkin er orðin hlaupin. Nokkrir bögglar liggj a ofan á til fóta, mórauður bréfpoki á hliðinni og fáeinar kartöflur hafa oltið úr. Það leggur ofurlitla súrlykt uppúr vagninum og stundum þægilegan, sætbeiskan þef, þegar krakkinn hefur pissað á sig. Maður fær fiðring í fingurgómana, en þorir ekki að snerta á neinu, heldur beygir sig niður til að sjá betur og vonar, að enginn komi. En það er sama hvort vagninn er fallegur eða ljótur, — alltaf þarf mamman að koma, einmitt þegar verst gegnir, renna til manns grun- semdaraugum og tauta eitthvað, sem tæpast heyrist. Og maður flýtir sér burtu, og er skömmustulegur á svipinn og með sting í hjartanu og sáröfundar þessa konu líka! Þó á maður ekkert í þessum krakka. Maður er að gera það sem ekki má.------- Svo leggja konurnar af stað með vagnana og maður horfir á eftir þeim álengdar, spennir greipar og heldur niðri í sér andanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.