Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 111
í HVAÐA VAGNI 221 sig um að grípa þennan krakka og sleppa honum aldrei aftur — víst kemur manni það við, — ojú! Hefur maður kannski aldrei eignazt krakka? Jú. Maður hefur fætt sinn krakka, — maður hefur engzt og öskrað af kvölum, eins og villidýr í skógareldi, — og verið næstum dáinn, bara heyrt lækninn segja langt í burtu: — Það er drengur, fröken! Og maður hefur fundið óljóst, eins og í draumi, að lítill, heitur bögg- ull var lagður í handarkrikann á manni. Var það kannski bara draum- ur að velta til höfðinu og sjá þessi perlubláu augu og svarta, hrokkna hárið þarna við hliðina á sér? Var það bara draumur, þegar manni fannst brjóstin vera að springa og maður hlakkaði svo til að láta hann sjúga? Kannski var það bara, því um morguninn var hann farinn, og mjólkin seytlaði út í fötin og storknaði þar eins og blóð. — —- En það var ekki draumur, þegar mað- ur grét og leitaði allsstaðar og bað guð að láta þessa ókunnu konu skila honum aftur, koma með hann til móður sinnar, sem elskaði hann svo mikið, — því maður var þó móðir hans, — kannski bara lauslát stelpa, sem hafði verið með Kana og ekki getað stoppað, frekar en í gamla daga-------en móðir samt, — móðir þessa drengs--------- Það er lieldur enginn draumur, þegar maður óskar og biður, að guð láti hann vera í einhverjum af öllum þessum vögnum, — láti mann finna hann — láti litla drenginn þekkja mömmu sína og brosa til hennar — Nei, það er ekki bara forvitni og erindisleysa, þegar maður er að leita og kíkja þetta inn í alla barnavagna, því manni kemur þetta við, — kemur það svo sannarlega við, hvað sem hver segir. Kannski á maður ekki lengur strákinn sinn, en enginn getur komið í veg fyrir að móðir hans elski hann og leiti að honum í öllum vögnum. Vonandi er hann í alvöruvagni, en það er ekki vísara en víst, maður verður að gá alls- staðar, — í einhverjum vagninum er þessi yndislegi hnokki, með perlu- bláu augun sín, spékoppinn í vinstri kinninni og tinnusvarta hrokkna kollinn, — en í hvaða vagni?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.