Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Qupperneq 111
í HVAÐA VAGNI
221
sig um að grípa þennan krakka og sleppa honum aldrei aftur — víst
kemur manni það við, — ojú!
Hefur maður kannski aldrei eignazt krakka?
Jú. Maður hefur fætt sinn krakka, — maður hefur engzt og öskrað af
kvölum, eins og villidýr í skógareldi, — og verið næstum dáinn, bara
heyrt lækninn segja langt í burtu:
— Það er drengur, fröken!
Og maður hefur fundið óljóst, eins og í draumi, að lítill, heitur bögg-
ull var lagður í handarkrikann á manni. Var það kannski bara draum-
ur að velta til höfðinu og sjá þessi perlubláu augu og svarta, hrokkna
hárið þarna við hliðina á sér?
Var það bara draumur, þegar manni fannst brjóstin vera að springa
og maður hlakkaði svo til að láta hann sjúga? Kannski var það bara,
því um morguninn var hann farinn, og mjólkin seytlaði út í fötin og
storknaði þar eins og blóð. — —- En það var ekki draumur, þegar mað-
ur grét og leitaði allsstaðar og bað guð að láta þessa ókunnu konu skila
honum aftur, koma með hann til móður sinnar, sem elskaði hann svo
mikið, — því maður var þó móðir hans, — kannski bara lauslát stelpa,
sem hafði verið með Kana og ekki getað stoppað, frekar en í gamla
daga-------en móðir samt, — móðir þessa drengs---------
Það er lieldur enginn draumur, þegar maður óskar og biður, að guð
láti hann vera í einhverjum af öllum þessum vögnum, — láti mann finna
hann — láti litla drenginn þekkja mömmu sína og brosa til hennar —
Nei, það er ekki bara forvitni og erindisleysa, þegar maður er að leita
og kíkja þetta inn í alla barnavagna, því manni kemur þetta við, —
kemur það svo sannarlega við, hvað sem hver segir. Kannski á maður
ekki lengur strákinn sinn, en enginn getur komið í veg fyrir að móðir
hans elski hann og leiti að honum í öllum vögnum. Vonandi er hann í
alvöruvagni, en það er ekki vísara en víst, maður verður að gá alls-
staðar, — í einhverjum vagninum er þessi yndislegi hnokki, með perlu-
bláu augun sín, spékoppinn í vinstri kinninni og tinnusvarta hrokkna
kollinn, — en í hvaða vagni?