Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Blaðsíða 122
232
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ist það fjögur fet. Það má því áætla að þeir hafi um hálfa miljón ten-
ingsmetra af vatni til að skola trjánum ofaneftir. Skyndilega byrjuðu
þeir að kippa upp stíflustaurunum og vatnið spýttist rétt fyrir framan
fæturna á okkur með miklum krafti og urðum við að forða okkur hið
bráðasta upp á stíflugarðinn aftur. Eftir fimm mínútur ruddist fram
beljandi stórfljót þar sem ekki var nema lækur áður. Var nú höggvið á
umgerði flotanna og trjábolirnir tóku að sogast fram með straumnum
eins og örskot. Stjakamennirnir skiptu sér, fjórir sinn hvoru megin
árinnar, tveir og tveir saman. Nú þurfti að hafa hraðann á. Ain er
hlykkjótt og straumhörð og nokkuð stórgrýtt, og sjö km niður að næsta
vatni. En vatnið ryður sig á minna en sólarhring. Staurarnir vildu
stranda á hverri bugðu og hlóðust þar oft í feiknalegar kasir. Verk
mannanna var einkum í því fólgið, að ýta staurunum út í strauminn
aftur. Það var feikna erfiði og hvergi nærri áhættulaust. Stærstu trén
eru 22—25 metrar á lengd, og þegar þau hlóðust hvert ofan á annað
í hinni furðulegustu ringulreið og straumurinn ýtti svo á eftir með
öllum sínum þunga, þá verður ljóst hver átök hefur þurft til að bifa
þeim. En með því að toga og ýta, toga og ýta, þá tókst það furðu vel.
Og þannig var haldið áfram alla leið niður að Fyresdalsvatni.
Ekki hirtu stjakamenn um það, þó eitt eða tvö tré yrðu eftir hér og
þar á stangli, heldur réðust á stærstu hrúgurnar. Þegar við borgarbú-
arnir sáum það, fórum við að reyna að hjálpa til. Það gekk fremur
stirðlega, því við höfðum ekkert nema greinar úr skóginum fyrir
stjaka, en trén svo sleip af að liggja nokkra mánuði í vatni, að hvergi
verður hönd á fest. Vífill gekk ötullegast fram í þessu, enda maður
fjórtán ára gamall. Það endaði með því að hann var farinn að vaða
uppundir hendur og seinast settist hann klofvega á trén og notaði fyrir
bát þar sem lygnur voru. Við urðum allir holdvotir og síðan tók að
rigna ákaft og sáum við okkur þann kost vænstan, að hraða okkur
heirn og fara í þurrt.
Um þúsund trjám var fleytt niður að þessu sinni. Þetta er aðeins
fyrsti áfanginn á leið þeirra niður að Arendal, sem er 120 km í burtu.
En vatnaleiðina fara þau alla leið. Fyresdalsvatn er 20 km langt, en á
því er dráttarbátur, sem dregur þau að afrennsli vatnsins og svo koll
af kolli.
Atriði það sem hér hefur verið lýst, er aðeins hverfandi brot af hinni