Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 126
236
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
úgrískum málum sennilega ekki orða þetta svo, að neitunin sjálf beygist
eftir persónum, heldur séu persónuendingarnar notaðar sem neitun.
Eitt einkenni finnskrar tungu á pappír, það sem gerir hana auðkenni-
lega frá öðrum tungum, er það, hversu oft eru þar tvíritaðir stafir til
að tákna langt hljóð, bæði sérhljóð og samhljóð, til dæmis ii, ee, iid, öö,
oo, yy, uu, aa, ntt, ss, U, Ennfremur er hinn mikli fjöldi tvíhljóða og
tíðni þeirra sérkenni finnskunnar, en þetta hvort tveggja, tvíritun staf-
anna og tvíhljóðin, gerir hana auðkennilega á pappír. Fyrstu orðin í 2.
•erindi finnska þjóðsöngsins gefa góða hugmynd um úlit málsins á
pappír: On maamme köyhá, siksi jáá, jos kultaa kaipaa ken.
Annað einkenni finnsku er hin sterka tilhneiging hennar til að láta
öll orð enda á sérhljóði, og raunar var það föst regla á fyrri þróunar-
stigum finnsk-úgrískra mála, Við munum, að Finnland er á finnsku
Suomi, og Stokkhólmur Tukholma, Island Islanti, Þýzkaland Saksa
(sbr. Saxland), og þannig mætti lengi telja. Tökuorð breytast til sam-
ræmis við þetta og fá sérhljóðsendingu, t. d. norr. tökuorðið joulu
,,j ól“. — U-ið í þessu orði, joulu, gæti raunar sýnt eldra málstig nor-
rænunnar, þegar hvorugkynsorð enduðu á -u í fleirtölu.
Þau mál, sem skyldust eru finnsku af Evrópumálum, eru eistneska
(í Eistlandi) og tungur nokkurra smárra þjóðflokka í norðurhluta
Rússlands, eins og fyrr getur, en fjarskyldari er ungverskan. í henni er
■ekkert málfræðikyn, og sama er raunar um finnskuna að segja, en ung-
verskan hefur þó bæði ákveðinn og óákveðinn greini bæði í eintölu og
fleirtölu. Um föllin má nokkuð svipað segja og föllin í finnsku, að
þau koma í stað forsetningar og nafnorðs, en fallendingarnar gegna því
hlutverki, sem forsetningar íslenzkunnar hafa á undan nafnorðum. Eins
og í finnsku er eign táknuð með viðskeytum við nafnorðið, t. d. könyv
„bók“, könyv-em „bókin mín“. I ungversku hefur andlag, sem er for-
nafn, þá náttúru að renna saman við sögnina, sem stjórnar því, gerir
sagnbeygingarnar þann veg enn flóknari, —- og er þó víst varla á bæt-
andi að fróðra manna sögn.
I tyrknesku eru notaðar fallendingar, eða eftirsetningar (postposi-
tiones), í sama tilgangi og íslenzkan notar forsetningar á undan nafn-
orði, og yfirleitt eru endingar, sem bætt er við beygðu orðin, miklu
rikari í byggingu þessara tungna en þeirra, sem við þekkjum bezt. „Fað-
ir“ er á tyrknesku baba, „faðir minn“ babam, „faðir þinn“ babasi,