Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 126
236 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR úgrískum málum sennilega ekki orða þetta svo, að neitunin sjálf beygist eftir persónum, heldur séu persónuendingarnar notaðar sem neitun. Eitt einkenni finnskrar tungu á pappír, það sem gerir hana auðkenni- lega frá öðrum tungum, er það, hversu oft eru þar tvíritaðir stafir til að tákna langt hljóð, bæði sérhljóð og samhljóð, til dæmis ii, ee, iid, öö, oo, yy, uu, aa, ntt, ss, U, Ennfremur er hinn mikli fjöldi tvíhljóða og tíðni þeirra sérkenni finnskunnar, en þetta hvort tveggja, tvíritun staf- anna og tvíhljóðin, gerir hana auðkennilega á pappír. Fyrstu orðin í 2. •erindi finnska þjóðsöngsins gefa góða hugmynd um úlit málsins á pappír: On maamme köyhá, siksi jáá, jos kultaa kaipaa ken. Annað einkenni finnsku er hin sterka tilhneiging hennar til að láta öll orð enda á sérhljóði, og raunar var það föst regla á fyrri þróunar- stigum finnsk-úgrískra mála, Við munum, að Finnland er á finnsku Suomi, og Stokkhólmur Tukholma, Island Islanti, Þýzkaland Saksa (sbr. Saxland), og þannig mætti lengi telja. Tökuorð breytast til sam- ræmis við þetta og fá sérhljóðsendingu, t. d. norr. tökuorðið joulu ,,j ól“. — U-ið í þessu orði, joulu, gæti raunar sýnt eldra málstig nor- rænunnar, þegar hvorugkynsorð enduðu á -u í fleirtölu. Þau mál, sem skyldust eru finnsku af Evrópumálum, eru eistneska (í Eistlandi) og tungur nokkurra smárra þjóðflokka í norðurhluta Rússlands, eins og fyrr getur, en fjarskyldari er ungverskan. í henni er ■ekkert málfræðikyn, og sama er raunar um finnskuna að segja, en ung- verskan hefur þó bæði ákveðinn og óákveðinn greini bæði í eintölu og fleirtölu. Um föllin má nokkuð svipað segja og föllin í finnsku, að þau koma í stað forsetningar og nafnorðs, en fallendingarnar gegna því hlutverki, sem forsetningar íslenzkunnar hafa á undan nafnorðum. Eins og í finnsku er eign táknuð með viðskeytum við nafnorðið, t. d. könyv „bók“, könyv-em „bókin mín“. I ungversku hefur andlag, sem er for- nafn, þá náttúru að renna saman við sögnina, sem stjórnar því, gerir sagnbeygingarnar þann veg enn flóknari, —- og er þó víst varla á bæt- andi að fróðra manna sögn. I tyrknesku eru notaðar fallendingar, eða eftirsetningar (postposi- tiones), í sama tilgangi og íslenzkan notar forsetningar á undan nafn- orði, og yfirleitt eru endingar, sem bætt er við beygðu orðin, miklu rikari í byggingu þessara tungna en þeirra, sem við þekkjum bezt. „Fað- ir“ er á tyrknesku baba, „faðir minn“ babam, „faðir þinn“ babasi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.