Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Síða 132
242 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ein grein semízkra forntungna eru mál þau eða mállýzkur, er talaðar voru í Kanaanslandi hinu forna. Hin eiginlega arameíska, sú tunga er Jesús Kristur mælti á, er í þeim hópi, en enn tala hana nokkrar þús- undir manna austur í Palestínu. Annars var hebreskan mál hinna lærðu manna Gyðingalands að fornu, en hún er náskyld arameísku. Elztu leifar hennar eru taldar hluti Dómarabókarinnar, meira en 3000 ára gamlar. Onnur forn mállýzka, sem mönnum er kunn frá þessum slóð- um, er föníska, sem menningarþjóðin forna, Föníkar, mælti á. Utbreiðsla þessara tungna á mismunandi tímum var að sjálfsögðu eins og jafnan mjög náin stjórnmálasögunni. Er Persar gerðust vold- ugasta þjóð Litlu-Asíu á eftir Assyríumönnum, breiddist arameiskan mjög út, og um langan aldur gegndi hún hlutverki alþjóðamáls eða milliríkjamáls á þessum slóðum í viðskiptalífinu. Meira að segja eru þess dæmi, að persneskir ríkisstjórar í Litlu-Asíu léti letra arameísku á peninga þá, er þeir létu slá, en þeirra eigin tunga var þó af indó- evrópskum stofni eins og við munum. Arameískar mállýzkur voru um tíma talaðar allt norðaustur að Armeníufjöllum, austur um Mesopota- míu, milli Eufrats og Tigrisfljótanna og suður að Persaflóa. Þegar Arabar tóku við menningarforystu þessara þjóða, útrýmdi tunga þeirra flestum öðrum málum Semíta. Þó eru til nokkrar leifar ara- meísku hinnar fornu, svo sem í námunda við Damaskus í Sýrlandi. -—- En Gyðingar í Israelsríki hinu nýja hafa lyft því grettistaki að endur- nýja í bókstaflegri merkingu tungu, er var útdauð sem daglegt mál, hebreskuna, og nota hana nú sem daglegt mál í ríki sínu. Um leið og Múhammeðstrú breiddist út meðal þessara þjóða og Arabar gerðust forystuþjóðin í menningarefnum og stjórnmálum, breiddist hin heilaga tunga kóransins, arabískan sjálf, út á kostnað þeirra tungna, er fyrir voru, og útrýmdi þeim að verulegu leyti. Þó haldast þær enn sums staðar, svo sem amhara í Abessiníu, en allar hafa þær orðið fyrir miklum áhrifum af arabísku. Hins vegar skiptist ara- bískan í margar mismunandi mállýzkur meðal almennings, en mállýzka sú, sem kóraninn er skráður á, er talin öðrum æðri. Mállýzkan, sem töluð er í Egyftalandi, mun vera sú arabíska mállýzkan, er skilst víð- ast, þótt með naumindum sé sums staðar, t. d. vestur í Túnis og aust- ur í írak.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.