Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 141

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 141
ASÍUBÆNDUR í UPPREISN 251 Lífsskilyrðum Asíubænda er vel lýst í stuttu máli með ummælum Hinnar kon- unglegu rannsóknarnefndar landbúnaðarins á Indlandi, árið 1928: „Hinn vinnandi bóndi er fæddur í skuldum, lifir í skuldum og deyr í skuldum.“ Bölvun skuldaánauðarinnar, sem síðar verður nánar rakin, stafar af þeim arð- ránsháttum, sem Asíubændur eiga við að búa. Það er óhjákvæmilegt að festa það vel í minni, að mikilvægur munur er á hinum einstöku löndum í Asíu. A Filipps- eyjum höfðu hinir fyrri spönsku stjórnendur skapað það lénskerfi, er nú ríkir þar á jörðum. Fram að síðari heimstyrjöldinni voru stórjarðeigendur í Burma að mestu af indverskum uppruna. A Ceylon, en ekki sízt í Malajalöndum er plantekrubú- skapur á grundvelli verklauna mjög mikilvægur þáttur efnahagskerfisins. Þrátt fyrir þann mismun eru arðránshættir þeir, er bændur eiga við að búa hinir sömu í öllum þeim löndum Asíu, sem enn hlíta drottnun heimsvaldastefnu og lénsveldis. „I hinum Fjörru Austurlöndum... er það hlutverk landskuldarinnar að ræna hóndann öllum þeim landsnytjum, sem eru ekki beinlínis nauðsynlegar til að við- halda lífi hans. Þetta er lénsk landskuld. Bóndinn er að vísu ekki tjóðraður við torfuna eins og ánauðarbóndi, en ferðafrelsi hans eru takmörk sett bæði vegna þess, að hann verður að rækta jarðarávöxtinn á áveitulandi, og vegna hins, að hann á ekki kost á öðrum störfum en jarðræktarstörfum vegna lítils iðnaðar. Þannig getur jarðeigandinn haldið bændum sínum á lægsta stigi tilverunnar, og jafnvel þar fyrir neðan, því að á þeirri stundu sem bændur eru hraktir af jörðum sínum, bíður þeirra ekki annað en sulturinn. Bóndinn kýs heldur þann kostinn að hálf- svelta en svelta í hel. Það er mergurinn málsins." (Eastern Agriculture and British Trade: Arthur Clegg). I þessu húskaparkerfi skiptist framleiðsla leiguliðans milli hans og landsdrottins á hlutfallsgrundvelli. Landsdrottinn keppir auðvitað að því að ná frá bóndanum eins miklum virðisauka og frekast er kostur. Fyrir stríð var hlutur landsdrottins á Filippseyjum 50% að meðaltali af framleiðslu bóndans; í Kína og Kóreu var hann nær 60%, sumar heimildir halda því fram, að í Kóreu hafi hlutur landsdrottins oft verið allt að 80%, stundum jafnvel 90%; á Indlandi var hann 50—60%. Ofan á þessa liáu landskuld verða leiguliðar venjulega að greiða sundurleita skatta, veita landsdrottni persónulega þjónustu ýmiss konar, gefa honum gjafir og greiða honum stundum hálfa landskuldina fyrirfram. Vegna þessara hræðilegu klyfja sökkva bændur brátt í miklar skuldir. Og lánar- drottinn sá, er þeir leita fyrir sér um lán hjá, er venjulega þeirra eiginn lands- drottinn. Fjöldi heimilda greinir frá þeirri óhemju leigu, sem tekin er af lánsfé. R. H. Tawney segir frá því í hók sinni, Jarðir og verkalýður í Kína, að þar hafi verið algengt að greiða 40—50% í rentu af lánsfé, en 200% renta hafi einnig þekkzt. I Cochin-Kína var renta af þriggja mánaða láni 20—80%, að því er Pierre Gourou segir í bók sinni Jarðnýting í Franska Indó-Kína. Honum farast svo orð í þessu sambandi: „Öll þjóðin er flækt í þéttriðið net skulda og fjárlána. Daglauna- maðurinn kemst ekki af yfir árið nema að safna skuldum.... Þess eru engin dæmi, að leiguliði geti byrjað að sá rísi nema að taka fé að láni hjá landsdrottni sínum.“ Sama er uppi á teningnum í öðrum Asíulöndum. „Þessi þunga skuldabyrði er al-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.