Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 156

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Page 156
UMSAGNIR UM BÆKUR Fylgd skáldanna og Kristallinn í hylnnm. Því heyrist stundum haldið fram, að ljóðlistin á Islandi í dag eigi í þrenging- um og sé í afturför. Sé þessu þannig far- ið, býst ég við, að sökin sé ekki síður hjá njótendum listarinnar en boðendum hennar. Hraði heimsins og hávaði hafa slævt skilningarvit manna og gert þá lítt næma á list Ijóðsins. Slíkir lesendur orka ekki örvandi á sköpunarþrá höf- undanna. Það tekur og jafnan sinn tíma, að listaverk verði sameign fjöldans. Um Stefán G. var sagt, meðan hann var í fullu fjöri og boðaði samtímamönn- unum list sína og lífsboðskap við mis- jafna áheyrn: „Kveður myrkt og stund- um stirt Stefán G. í Kringlunne". Hundrað árum eftir fæðingu hans var hann leiddur til öndvegis í Háskóla ís- lands að viðstöddum helztu stórmennum landsins. Meðan Grímur Thomsen lifði, iðkuðu sumir það hjástund að telja braglýtin í ljóðum hans, líkt og sumir gera sér nú til dundurs að telja lýsnar í Gerplu, tornæmir á list hennar og boð- skap. Flestir munu nú viðurkenna, að ó- víða sé að finna skírari málm en í brag- sverði Gríms. Og mikið mætti finna af leir og vaðli hjá skáldjöfrinum Matthí- asi, þótt flestum muni nú starsýnna á þau listaverk hans, sem gerð eru af mestri orðsnilld og andagift. En það er óþarfi að minnast á þessa fornu dóma. Samtíminn er nægur til vitnisburðar. Sannleikurinn er sá, að sjaldan hafa komið út fleiri Ijóðabækur á Islandi með jafn skömmu millibili en síðustu tvö árin. Margar þessara ljóða- bóka þola hiklaust samanburð við hið bezta í íslenzkum Ijóðheimi síðustu ald- ar. Eg nefni Kristalinn í hylnum eftir Guðmund Böðvarsson, Á Gnitaheiði eft- ir Snorra Hjartarson, Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum, Ilrafnamál Þor- steins Valdimarssonar, og enn fleiri mætti nefna. Hinu ber ekki að leyna, að fremur slæmt samband hefur verið milli sumra ungu skáldanna og þeirra, sem að öllu sjálfráðu ættu að njóta listar þeirra. Lítur jafnvel svo út sem ljóðskapendur og ljóðnjótendur ætli að halda í sína áttina hver, og má ljóst vera, hvemig slíkt hlýtur að enda. Menn hafa skýrt þetta með tilkomu nýs ljóðforms, en slík skýring er ekki einhlít. Ef Ijóðið með efni sínu og boðskap orkaði verulega á lesandann, gæti ekkert fomi hindrað hann í að njóta þess. Ég held að ungu skáldunum væri hollt að íhuga þá spurn- ingu í fullri alvöru og hreinskilni, hvort þau séu ekki viljandi eða óviljandi að slíta þá taug, sem tengir þau við fólkið og lífið í landinu. Þessari spurningu er óþarfi að beina til Guðmundar Böðvarssonar. Fáar ljóðabækur fela í sér á jafn listrænan hátt: landið, fólkið og lífið og Kristall- inn í hylnum. Segja má, að kvæðin séu \
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.