Tímarit Máls og menningar - 01.12.1953, Side 159
UMSAGNIR UM BÆKUR
269
ljóð sín á ensku, af því að hann hefur
von um, að þar fyrirfinnist tíu menn —
tíu útvaldir menn, sem geti skilið hann.
Hilmar hefur hjá höfundi hlotið nsemt
skyn á umhverfi sitt og skynjar það á
sinn sérstæða hátt oftast með óbeit.
Ilann hefur óbeit á andrúmslofti Lands-
bókasafnsins, sem er „blandað súrri fá-
tækralykt fræðimanna, neftóbaki og
bóni“. Einnig er sálfræðilega rétt lýs-
ingin á bílslysinu, samheldni áhorfenda
í fordæmingu sinni á hinum seka, svo og
hvernig hann bregzt við með því að for-
herðast.
Sagan túlkar bölsýna lífsskoðun, og
er slíkt víst ekki sök höfundarins eins,
heldur mun umhverfið orka þannig á
hann. Oskandi væri, að þjóðlífið magn-
aði honum byr til að túlka meiri bjart-
sýni í næstu bók.
Málið á bókinni er sumstaðar óvand-
að, og prófarkalestur gæti verið betri.
H.}. H.
Lúðvík Kristjánsson:
Vestlendingar.
Fyrra bindi.
Heimskringla 1950.
Margt hefur verið ritað um sjálfstæð-
isbaráttu Islendinga á 19. öld og um
helztu forvígismenn hennar. En vonum
minna hefur verið skrifað í samhengi
um hlut íslenzks almennings í þeim efn-
um, um viðbrögð manna heima fyrir við
hvatningum og kenningum Hafnar-Is-
lendinga. Við vitum enn of lítið um það
hvernig þessi nýi boðskapur orkaði á
menn, hverjir urðu til að beita sér fyrir
framgangi hans út um sveitir landsins,
og hver rök lágu til þess á hverjum stað.
Þetta er engan veginn auðvelt rannsókn-
arefni; heimildir eru dreifðar og sjálf-
sagt víða af skornum shammti. Rann-
sóknir á íslenzkri hagsögu á 19. öld eru
skammt á veg komnar og þekking okkar
á henni í molum. En þetta er svo merkur
þáttur íslenzkrar þjóðarsögu að ekki
hlýðir að láta hann undir höfuð leggjast
þó að hann geti orðið erfiður viðfangs.
Bók sú sem hér verður rætt um er nýj-
ung einmitt á þessu sviði. Höfundur hef-
ur sett sér það markmið að lýsa þeirri
þjóðarvakningu og menningarhreyfingu
sem varð á Vesturlandi upp úr 1830, og
fjallar það bindi bókarinnar sem út er
komið um Breiðafjarðarhéröðin, en hið
síðara mun snúast um Vestfjarðakjálk-
ann, kjósendur Jóns Sigurðssonar og
aðra.
Við Breiðafjörð hefur frá fornu fari
haldizt tryggð við íslenzk menningar-
verðmæti. Oldum saman sátu þar höfð-
ingjaættir sem hlúðu að íslenzkum fræð-
um, og þar um slóðir varðveittist fjöldi
hinna merkustu íslenzku skinnhandrita
fram á 17. öld. Og fræðimennska á gamla
vísu hélzt þar enn lengur; má þar m. a.
nefna þá Vatnshornsmenn, Jón Hákonar-
son og dótturson hans Jón Egilsson. Og
ekki má gleyma forvígismönnumfræðslu-
stefnunnar á 18. öld, Eggert Ólafssyni,
Birni í Sauðlauksdal og fleirum sveit-
ungum þeirra, svo og Hrappseyjarprent-
smiðju og þeim mönnum sem að henni
stóðu, þó að hvorki yrði hún langlíf né
heldur gróðafyrirtæki.
Aðalpersóna þessarar bókar er Ólafur
Sívertsen, prófastur í Flatey, því að auð-
sætt er að hann hefur verið lífið og sálin
í þeim sérstæðu nýjungum sem urðu við
Breiðafjörð í menningarmálum á fyrra
helmingi 19. aldar. En bókin nær víðar.
Höfundur lýsir samherjum hans, hverju