Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1966, Síða 97
I sambandi við líkingu Brechts með bíl- inn og afstöðu vagnkúskanna til hans kem- ur mér í hug sagan af fyrsta bílslysinu á lslandi. Fyrsti bíllinn var nýkominn í pláss- ið og þótti mikið undur. Menn höfðu hóp- azt saman til að horfa á þetta tæki bruna eftir fjörunni. Þá tekur sterklegur náungi sig út úr hópnum, gengur í veg fyrir bíl- inn og segir: „Það ætti að vera hægurinn að stöðva þetta járnarusl". Hann stöðvaði ekki bílinn en lauk þarna lífi sínu. Það er ekki laust við að leikurum Þjóðleikhússins sé líkt farið og þessum manni gagnvart nýstárleika þess viðfangsefnis, sem þeir nú loks hafa ráðizt í. Vissulega verður þessari sviðsetningu á „Mutter Courage“ ekki líkt við annað en hörmulegt slys. Um getu leik- aranna til að leysa þetta verk af hendi verður engu fremur spáð en við getum hollalagt hvernig bílstjóri maðurinn í sög- unni hefði orðið. Að þessari sýningu er unnið á þann und- arlega máta að öllum grundvallarhugsunum verksins virðist þegar í upphafi vikið til hliðar, raunsæjum anda módelsins þar með afneitað, en upp úr því eru tínd einstök leikbrögð, oft og tíðum afskræmd sem von er þegar þau eru úr öllu samhengi við nokkurn tilgang. Þannig verður sýningin eins og fábjáni, sem ætlar að ganga sína leiðina með hvorum fæti — vegirnir liggja sinn í hvora áttina svo hann klofnar í tvennt. Ef einhverjum þykir þetta fyndið ætti sá hinn sami einmitt að geta skemmt sér prýðilega við sýningu Þjóðleikhússins á „Mutter Courage“. Fyrir mér er svona afskræmilegt stílleysi í leikhúsi ekkert grín. Eins og ljósast má vera af því, sem vitnað er í Brecht hér að framan, er stíll, hvort sem hann er hefðbundinn eða nýstár- legur, altént djúptækara fyrirbæri en svo að hann verði endurreistur á einum degi eins og breyskur fylliraftur. Svonalagað tilfinningaleysi heilla listamannahópa fyrir Hörmulegt slys eía farsótt? stíl getur ekki verið vottur um annað en algjört stefnu- og hugsunarleysi, sljóleika og listrænan dauða. Af öllum þeim aragrúa, sem tilfæra mætti, skulum við athuga nokkur dæmi úr þessari uppfærslu. Aftaka Schweizerosts: Fyrirmæli leik- ritstextans eru: (Herpresturinn stendur upp og gengur bakvið. Mutter Courage situr áfram. Það dimmir. Trumbuslátturinn þagnar. Það birtir á ný. Mutter Courage situr stjörf.) í módelbókinni má aftur lesa um það að eftir að sýningar voru hafnar á leiknum hjá Berliner Ensemble endur- bætti Helena Weigel þetta atriði með frá- bærri hugdettu. Þetta dæmi er einmitt nefnt til að undirstrika hversu athugun sé leikaranum mikilsverð, um það segir: „Tjáning ýtrustu kvalar þegar skothvell- irnir heyrast, þögull opinn munnur og aft- urreigt höfuð á upptök sín að rekja til fréttamyndar af indverskri konu, sem húkir hjá líki sonar síns. Myndin var tekin með- an á stóð árásinni á Singapore". Helena yfirfærir síðan ósegjanlegt tjáningarafl þessarar ljósmyndar yfir í mímuleik sviðs- ins, meðferðin er köld og hlutlæg í sam- ræmi við anda frásagnarinnar. Utfærsla Fimers og Helgu á þessu atriði: hin sitj- andi stelling, sem einmitt er mjög mikils- vert atriði í plastískum styrk myndarinnar er yfirgefin án þess neitt viðlíka sé fundið í staðinn hvað þá öflugra, einnig er tempó atriðisins gjörbreytt og bætt við snöggri hreyfingu með höndina upp í munninn — allar vinna þessar breytingar að því að færa atriðið nær billegri fiskun eftir sam- úð, tilfinningasemi áhorfenda — semsagt algjörlega í þverbága við það sem til er ætlast. Burtu frá raunsæi inní nafnlausan paþos. Sami tvískinnungur er enn greinilegri í atriðinu þegar Katrín er tekin af lífi. At- hugasemdir Brechts við þá senu eru á þá 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.