Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 8
Tímarit Máls og menningar III Það, að lesa ljóð Snorra Hjartarsonar, er sem að ganga út á sjálfa heiðina í dögg og logni sumarmorgnnsins, í þann mund er sól rís. Þar er allt hreint, þar er allt fagurt, þar ríkir göfug kyrrð. Flagahnoðrinn skartar sínu fegursta í hálfþornuðu tjarnstæði í skjóli við staksteina hakkans og kúfa þurrabroksins, og í hálfdeigjunni í útjaðri lindarmóans vex hrafnaklukkan, jafnfögur meðal hinna efstu grasa, sem utan og innan við vallargarðinn í Arnarholti. Alltaf hefur mér fundizt að hrafnaklukkan væri blóm Snorra Iljartarsonar og aldrei má ég hana svo augum líta að skáld hennar komi mér ekki í hug. Snorri Iljartarson hefur í ljóðum síinim lifað dal og heiði síns lands af meiri innileik og næmara fegurðarskyni en flestir aðrir: Geng ég og þræði grýtta og mjóa rökkvaða stigu rauðra móa; glóir, liðast lind ofan þýfða tó, kliðar við stráin: kyrrð, ró. Snorri ætlaði í einn tíma að verða listmálari. Ilann hvarf að vísu frá því ráði að festa lili á léreft, en óf þá í ijóð sín og varð mikiil málari í skáldskap. Ef til vill liefði hann orðið mikið skáld í málaralist. IV Eg þykist vita að giöggir menn gætu með sannindum rakið margar forsendur þess að Snorri Hjartarson varð svo einstætt og listfengt skáld, sem hann er, ætt ágæta, æskuum- liverfi, góðan kost menntunar, ásamt öilu því er fylgir batnandi lífsafkonui í iandi hans. Satt að segja er þó slíkt seint að rekja og verður ekki reynt hér. En ég þykist vita að hlóm og grös þessa lands, fjöll þess og saga, hefðu talað í lionum sínu máli, livar á lands- horni sem hann hefði verið fæddur. Eitthvað ætti liver einstaklingur að mega liafa frá sjálfum sér og ég hygg að Snorri hafi mikið. Einhvem tíma hef ég heyrt að aldrei mætti reiða sig á skáld. Viðhorf þeirra til lilut- anna gæti verið eitt í dag og annað á morgun, eftir því hvemig stæði í hælið þeirra og eftir því hvar helzt mætti fá í bragarlaun skikkju góða, eða liring digran af armi konungs og njóta sfðan náðar lians. Þess hefur maður og séð helzti sorgleg dæmin. En slíkt verður ekki sagt um Snorra Hjartarson. Og þó hann hafi gjört meira að því að slá gullin stef á skjöldu, en hvessa það sverð, er sár skyldi veita og fjörvi granda, þá veit þó alþjóð að liann kann vel og flestum betur að slá þann streng er fagurt lætur í eyrum góðs íslend- ings á trylltri öld: Land þjóð og tunga, Var þá kallað, ofl. ofl. — og þýðir ekki að þylja nöfnin tóm. En löngum hefur mér fundizt að lykilinn að lífssýn hans, sársauka og von, geymdi það kvæði sem heitir I Eyvindarkofaveri, eitt af stórvirkjum íslenzkrar ljóðlistar fyrr og síðar. Líf: frelsi: við flýjum í útlagans spor á fjöll uiidan kröfum og dómum 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.