Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Qupperneq 10
Tímnrit Máls og menningar Og einhvern veginn brutumst við á þessum árum og eftir að heim kom inn úr skurn borgaralegrar heimspeki að kjarna hinna þjóðfélagslegu vísinda sem leiddu okkur á braut sósíalismans þar sem við blöstu sögulegar víðáttur og köllunin kom eins og af sjálfu sér. Og síðan hafa leiðir okkar oft legið saman, um Rauða penna, Mál og menningu og Flokkinn okkar sem þú herð svo sárt fyrir brjósti, og við höfum haldið rökræðunum frá æskudögunum áfram, í heimahúsum og uppi á iiræfum Islands, og skáldskapurinn heftir birzt okkur í æðra ljósi, og af Arnarvatnshæðum höfum við séð klassíkina greypta í mynd Eiríksjökuls og Langjökul eins og upphafna rómantík við hlið lians í ógreinan- iegum markalínum himins og jökulbirtu. Og alla tíð hefur þú haldið skildi þínum hjört- um, verið manna vitrastur og beztur, víðsýnn en fastur fyrir, og látið einkum hin síðari ár stjórnmálin til þín taka og látið þér annt um flokkinn og oft gripið sjálfur um stjórn- völinn þegar mest hefur gefið á bátinn, og þú hefur viljað stýra eftir stjömum. Ekki veit ég ltvernig þú skýrir það út frá fræðunum, hvort heldur guðfræði eða marx- isma, að þú sem ert kominn af prestum og gildum bændahöfðingjum í ættir fram sagðir skilið við stétt þína og gerðist bolsi á eyrinni og uppfræðari verzlunarstéttarinnar í höfuð- borginni. En líklega er þetta einhver veila í stofninum, eins og lesa má um hjá Tómasi Mann og sannast bezt af því að þú hefur hneigzt ískyggilega til skáldskapar og náttúru- dýrkunar og jafnvel tónlistar, eða kannski þér logi í æðum að vera úr „sólkistu landsins", eins og mig minnir að Jónas frá Hriflu hafi einu sinni nefnt Fnjóskadalinn, og úr útjaðri Vaglaskógar svo að söngurinn hafi ekki liðið þér úr eyrum. En mikið þykir mér vænt unt þessa „veilu“ þína því að fyrir það snerirðu Tóníó Kriiger, Jörð í Afríku, Síðsumri og fleiri ágætisverkum á íslenzku, og ber þó fremst að þakka sögu þína Kalt stríð í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar. Og betur þú sjáir Flokkinn sigla hraðbyri með „óbeyglaða marxista" og skáld í stafni, svo að þú fáir frið til að gefa þig að skáldskapn- um og vinna fleiri en þetta eina Kalda stríð. Þú fyrirgefur að ég verð að hripa þessar línur í flýti, því að ég vissi ekki fyrr en í gær að þú ættir þetta merkisafmæli, hefðir fyllt sjötta tuginn. En hvemig á manni að detta í hug að tíminn fljúgi svona hratt? Eg gat þó ekki látið vera að senda þér kveðju með þökk fyrir marga glaða stund og þeirri ósk að við megum lengi enn halda kapp- ræðum áfram, brennandi í andanum sem áður fyrr, því að enginn skal halda að við eld- umst þó að við eigum líklega ekki eftir að læra hina nýju dansa. Kr. E. A. 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.