Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 24
Tímarit Máls og menningar kannski draga þetta saman með því að segja að þeir leitist við að þókn- ast öðrum, hvað sem það kostar. En þessi skilgreining væri villandi. í raun og veru reyna þeir ekki að geðj- ast hinum aðilanum til þess að vinna sér hylli hans, eins og bezt má marka af því að þeir eru yfirleitt mjög ófús- ir að breyta í nokkru hegðun sinni. Þeir þurfa umfram allt að sjá sig í spegli, eins og Narcissus. Þessi þörf kristallast vel í orðtakinu to sell the image: hina sígildu mynd af góða sýslumanninum í Yillta vestrinu, sem er heiðarlegur og réttsýnn kraftakarl, ekki nema í meðallagi greindur, en verndar eignir ekkna og munaðar- leysingja sem þau hafa komizt hönd- um yfir við illan leik, fyrir ölóðum hófum og nautgriparæningjum, og sættir sig við að hreppa fallegustu stúlkuna í héraðinu að launum. Nú stendur svo á að Víetnam er síðasta landið í heiminum þar sem Bandaríkjamenn geta eflt trúna á þessa helgisögn og komið þessari helgimynd út. En til þess að svo megi verða þurfa þeir að leysa ærlega frá pyngjunni. Atvik sem menn verða daglega vitni að á götunum og vín- börunum í Saigon, minna á ýkta upp- færslu á Vinnukonunum eftir Genet: tálvonir og fjárburður hafa ekki fyrr gert helgimyndina að veruleika en raunveruleikinn brýzt fram og gerir hana að engu. Þannig fléttast reynd og blekking saman í óleysanlega 118 þvögu. ÁSur seldu Bandaríkjamenn helgimyndina af sjálfum sér, en nú þurfa þeir að kaupa hana. Þeir mega ekki rétta svo hjálparhönd eða sýna hið minnsta vinarhót að þeir þurfi ekki að draga upp pyngju sína. Snáði sem bandarískur hermaður lætur bursta skóna sína og strýkur ástúð- lega um kollinn, notfærir sér vinar- hót hans til að hafa út úr honum 5 eða 10 pjastra til viðbótar. Ef hann lætur gamanyrði fjúka eða brosir við einhverjum úr hinum tötralega stráka- hóp á götunum sem liggja að Catinat- stræti, bregzt ekki að milli þeirra skapist samsekt er strákurinn rýfur þrem mínútum seinna með kallinu: Give me five Pees. Þessir fimm pjastr- ar eru orðnir nokkurs konar skattur sem hetjurVillta vestursins, vopnaðar skammbyssu og skothylkjatösku, verða að kaupa sér frið með á götum Saigonborgar. Ef þeir greiða hann ekki kveður við hvellt og síendurtek- ið kall: Hello OK, hello OK, sem minnir þá á hve lítils þeir mega sín, og úthrópar skilningsleysi þeirra gagnvart framandi siðmenningum, hinn barnalega einfeldningshátt þeirra og innantómu kátínu, að ó- gleymdri samúðinni sem þeir bera á horð fyrir hvern sem er. Þetta hróp rninnir þá í stuttu máli sagt á hina mjög svo stílfærðu hugmynd, skrípa- mynd, sem venjulegur Víetnambúi gerir sér um þá. Barþernunum, gleðikonunum, híl- j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.