Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Side 31
eru óhjákvæmilega samfara hverri
byltingu, eru einangruð frá sínu fé-
lagslega umhverfi og skoðuð frá sjón-
arhóli ,náttúrulegs‘ þjóðskipulags, er
ekki nema vonlegt að þau ummynd-
ist fyrir sjónum manna í níðingsverk,
framin af þjálfuðum bófum og ræn-
ingjum. Það vefst fyrir mönnum að
skrifa afleiðingar arðránskerfisins —
hungur, sjúkdóma, dauðsföll,
sprengjuregn ,af himnum ofan‘ — á
reikning nokkurs einstaks manns; en
alll öðru máli gegnir um ódæðisverk
kommúnista: það að taka upp eignir
fyrir ,lögmætum‘ eigendum, myrða
,æruverða‘ höfðingja, æsa ,frið-
sama‘ bændur til uppreisnar o. s. frv.
er í eðli sínu andstyggilegt athæfi;
og þeir sem verknaðinn vinna hljóta
að vera áhangendur ómennsks kerfis
sem traðka á guði þóknanlegu þjóð-
skipulagi og réttindum einstaklings-
ins. I þessari röksemdafærslu er alveg
gengið fram hjá því hversu oft
rangindin eru í raun og veru fram-
in. Allt miðast einfaldlega við það
að brennimerkja þau, hvert í sínu
lagi, sem vanhelgun á hinni ,náttúru-
legu‘ skipan þjóðfélagsins og réttind-
um einstaklingsins. Þessi röksemda-
færsla er jafnframt ráð til þess að
leyna fyrir þeim sem rangindum eru
beittir, fórnardýrunum, að ríkjandi
kúgunarkerfi stefnir að því að gera
að engu þau einstaklingsréttindi sem
því er ætlað að tryggja í orði kveðnu.
Og meira en það: óánægja og árasar-
Bandaríkjamenn i Victnam
hneigð fórnardýranna er beinlínis
virkjuð gegn þeim,sem hyggjast upp-
ræta orsakir óánægjunnar rneð því
að sveigja framleiðsluöflin og fram-
leiðsluhættina undir mannlega skyn-
semi. Þar sem staðreyndadýrkuriin er
í sjálfu sér afturhvarf greiðir hún
ekki aðeins götu ,góðu strákanna’
bandarísku til sjálfsréttlætingar, held-
ur þjónar hún einnig því rnarkmiði
að virkja árásarhneigð þeirra Banda-
rikjarnanna og Víetnanrbúa er líða
undir hinni ,náttúrlegu skipan‘, í
þágu kúgunarinnar sem þeir sæta.
Þessi andatrúarröksernd er reyndar
ekki sú eina sem Bandaríkjamenn
nota í sínunr sálræna hernaði. I
vopnabúri þeirra býr einnig sú sann-
færing galdrarnannsins að ,óhreinar‘
verur geti með návist sinni einni sam-
an kallað yfir menn dauða, ógæfu og
skelfingu: rneð Ioftárásum sínunr
hyggjast þeir einmitt telja íbúum
sveitanna trú urn að Víetkong kalli
yfir þá refsidóm himnaföðurins, m.
ö. o. að Víetkong sé sanrheiti orðsins
dauði.
Niðurlagsorð
Hinar sálarlegu afturhverfingar
sem lýst hefur verið hér að framan
— árásarkennd tilfinningabæling í
þágu æðri hagsmuna og myndun við-
eigandi sjálfsréttlætingakerfis — eru
vitanlega ekki skynsemisbundin ferli.
Raungildi þeirra felst í því að hjá
Bandaríkjamönnum hafa þær að bak-
125