Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Síða 46
Tímarit Máls og menningar sem hlýtur að draga að sér athygli íslenzks leikhúss: aðstaða þjóðarinn- ar í sjálfstæðismálum. Það er nú orð- in staðreynd sem engan grunaði fyrir um það hil sex árum að tiltölulega stór hluti Islendinga lætur sér í léttu rúmi liggja hvort hann heyrir undir hérlenda stjórn eða erlenda. Raddir heyrast núorðið sem spyrja: íslenzk menning? Hvað er það nú eiginlega? Er einhver munur á íslenzkri menn- ingu og menningu yfirleitt? Við skul- um ekki vaða í þeirri villu að það séu eintómir fávitar sem svona spyrja. Leikhúsið verður að gefa þessu fólki svar sem þarf að inni- halda meðal annars þetta: íslenzk menning er það sem hugsað er og skapað af íslenzku fólki. Hún er rækt- að tún, hún er ljóð ort á íslenzkri tungu, hún er þjóðlag, hún er sónata íslenzks tónskálds, hún er ný íslenzk kynslóð, vel klædd, fædd og vand- lega rækt af íslenzkri móður. Hún er yrking íslands, og íslendinga. Hún er sköpunarstarf sem fram fer hér á landi, þó að segja megi að okkar sé lítið en það sem glepur sé stórt. „Menning“ er skapandi maður. „Ó- menning“ er gleypandi maður, ofal- inn kálfur á hás sem slafrar í sig það sem að honum er rétt og verður því aldrei við menningu kenndur, jafnvel þótt hann hafi hvítt um hálsinn og hurstaðar klaufir og Handel sé leik- inn fyrir hann í fjósinu. Er þá nokkurs vant? Finnst mönnum, eftir þessa athug- un á því hvað leikhús skuli vera, nokkurra umhóta þörf í íslenzku leik- húsi? Er nokkur þörf fyrir nýtt leikhús? Lítum á menningu okkar. Hvert er ástandið þar? Hið fyrsta sem við sjáum er að margir eru að verki sem vilja henni vel, en fáir sem vita hver hún er eða hvers hún þarfnast. Menn eiga sér ýmsa drauma um fjarlæg lönd, liðna tíma og háva guði. Um vakandi menn sem heita huga og hönd á þessum stað og þessari stund meðal eigin fólks er aftur á móti fátt, og illa sam- einað það lið. Alþýðan hefur ekki trú á menntastéttinni til forystu vegna sundrungar hennar, sjálfselsku og snobbs. Fólk er farið að ganga í kirkju aftur. Sumir grafa sig ofan í „sálina“ eða „andann“ eða tívíið, en enginn þorir að opna augun fyrir þeim verkum sem vinna þarf. Það er satt, við erum í bölvanlegri aðstöðu til að viðurkenna sannleikann og má því segja að sá flótti sem á sér stað frá raunverulegum vandamálum á vit ímyndaðra sé mannlegur, þótt eigi sé hann stórmannlegur. Margir vilja- slappir menn reyna að hjarga skinn- inu með því að taka nýja trú. Ber þar hæst dollaratrú og votta jehóva. Sumir fá út á þetta bæði góða sam- vizku og arðgefandi brauð. Það er ekki í tízku hjá fólki að hafa hug- 140
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.