Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 60
Tímarit Máls og menningar Auka þarf stórlega fjárframlög til raunvísinda. íslendingar leggja nú hlut- fallslega minna fé til vísindastarfsemi en aðrar þjóðir í Vesturevrópu. Eins og framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs hefur bent á, hefur fjármagn til rann- sókna og tilrauna á íslandi staðið nokkurn veginn í stað á árunum 1950— 1960 og numið aðeins um 0.3% af þjóðarframleiðslunni. Árið 1960 voru sambærilegar tölur fyrir Bandarikin um 2%, Bretland 1.8%, Svíþjóð 0.9% og Noreg 0.8%. Ef við eigum ekki að dragast langt aftur úr öðrum þjóðum verður þetta að breytast. Rúmlega níutíu af hundraði af því fé, sem rennur til vísindastarfsemi á íslandi, kemur frá ríkinu. F.g er sammála framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs í því að þátttöku atvinnuveganna í rannsóknakostnaði þarf að auka, og væri að mínum dómi eðlilegast, að atvinnuvegirnir stæðu að mestu leyti undir hagnýtum rannsóknum sem unnar eru heinlínis í þeirra þágu, en ríkið legði þeim mun meiri áherzlu á að styrkja undirstöðurannsóknir. Launakjör vísindamanna almennt þurfa að batna. Afnema þarf hið fárán- lega „launajafnrétti": Færustu mönnum á að greiða miklu hærri laun en hinum sem afkastaminni eru og hafa lakari menntun og minni reynslu. Jafn- framt þarf að gera meiri kröfur til íslenzkra vísindamanna en nú tíðkast. Raunar virðist mér að aðalkrafan sem nú er gerð sé sú, að þeir séu lítilþægir. Leggja þarf áherzlu á ýtarlegar rannsóknaáætlanir og ganga hart eftir því að menn skili árangri í starfi. Hér er alltof lítil áherzla lögð á birtingu vís- indalegra ritgerða um niðurstöður, en þær eru einmitt prófsteinn á hæfni manna og afköst. Söfnun gagna er litils virði, ef ekki er unnið úr þeim. Ég ímynda mér, að það væri ríkisvaldinu mikill styrkur, ef ráðuneytin hefðu í jjjónustu sinni vísindalega ráðgjafa sem að sjálfsögðu þyrftu að vera menn með staðgóða þekkingu á raunvísindum og reynslu í skipulagningu rann- sóknastarfsemi. Magnús Kjartansson ritstjóri liajði fyrir skömmu viðlal í Rómaborg við fjóra íslendinga sem allir starfa hjá FAO. Björn Jóhannesson virðist setztur að í New York og af Hermanni Einarssyni fréttir maður úr öðrum heims- álfum, en þeir eru hinir hœfustu vísindamenn og starf þeirra beggja í rauninni ómetanlegt hér heima. Hvar mundu þeir hafa frekar viljað starfa? Hvað er að hér? Ég held að það sé bezt að ])eir Björn og Hermann svari fyrir sig sjálfir, en ég tel víst, að þeir myndu báðir hafa kosið að starfa hér heima, ef vinnu- skilyrði og launakjör hefðu verið á þann veg sem þeir hefðu talið viðunandi. 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.