Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Qupperneq 116
Tímarit Máls og menningar
29. Mujus. Frá Hamri ad Jörfa um nottina þadan ad Skogarnesi — med 5
hesta
30 Majus. Frá Skogarnesi ad Stadastad. Þadan um qvöldid ad Búdum. Þar
um nóttina.
31ti Majus. Uin sunnudaginn heim.
Um niðurstöðuna af þessum nefndarstörfuni segir Bjarni í Æfisögu sinni (bls. 176):
„Það verð ég að álíta að nefnd þessi hafi í raun réttri verið óþörf, því rentukammerið
liefði átt að vera fært um sjálft að gera út um því nær öll þessi málefni, því fremur sem
það oftar en einu sinni liafði skrifazt á við amtmennina um þau. En hið sanna var, að
etatsráð Hansen hafði hvorki löngunina né áræðið til þess að fara að brjótast í því að
kynna sér íslenzk mál til hlítar — það hef ég heyrt hann sjálfan segja — heldur ætlaðist
liann til að nefndin gerði sér götuna greiða, svo hann þyrfti minna fyrir að hafa fram-
vegis.“
Islendingar sern urn gelur í dagbókirmi:
nimuuiniimmmn! . ,ir"i , i r. i i t t e »
Benedilct Iienedictsen (1798—1878) (Rodemester Bendictsen), varð kaupmaður í Stykk-
ishólmi (eftir auðugt kvonfang) ásamt bróður sínum Brynjólfi og Pétri syni Jóns Kol-
heinssonar kaupm. (sjá 6. fehr. í dagbók). Jafnframt var liann Rodemester þ. e. skatl-
heimtumaður í einni horgardeild Kaupmannahafnar.
Björn Gunnlaugsson (1788—1876), síðar yfirkennari í Bessastaðaskóla.
Eiríkur Sverrisson (1790—1843), sýslumaður í Mýra- og Hnappadalssýslu.
Finnur Magnússon (1781—1847), leyndarskjalavörður, ritaði mikið um íslenzk og nor-
ræn fræði og naut mikils álits, var heiðursfélagi i mörgum vísindafélögum. Var lengi for-
seti Kaupmannahafnardeildar Bókmenntafélagsins.
FriSrik Svendsen (Agent Svendsen), Flateyri, kongl. Agent, kaupmaður.
Gísli Símonarson (kaupmaður Simonsen), var einn af fáum Islendingum sem urðu Is-
landskaupmenn (meðeigandi í verzlun K. A. Jacobæus). Þessir fáu kaupmenn voru „föd-
urlandi sínu velviljadir ... og öldúngis hrokalausir vid bændur“ segir Baldvin Einarsson
í Ármanni á alþingi II, 59 neðanm.
Hallgrimur Scheving (1781—-1861), yfirkennari á Bessastöðum.
Islcijur Einarsson (1765—1836) (Etatsráð Einarsen), dómstjóri.
Joh. Gudmann, kaupmaður, átti verzlun á Akureyri.
Jón Jónsson (1777—1860), lektor í Bessastaðaskóla.
Jðn Thorstensen (Þorsteinsson) (1794—1855), landlæknir.
Kristján Kristjánsson (1806—1882), síðar amtmaður, cand. jur. 1838, starfaði í llentu-
kammeri 1833—1840.
Ólajur Finsen (1793—1836), dómari í landsyfirrétti, settur stiptamtmaður 1834—1836.
Páll /írnason (1776—1851) (Rector Arnesen), málfræðingur, samdi m. a. grísk-danska
210