Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 118
Tímarit Máls og menningar
1 slandskaupmcnn ýmissa nafnu.
Johnsen, V. F. (1788—1879), konferenzráð, í ríkisskuldastjórninni.
Knuth, H. S. (1787—1861), grcifi, „hjarlagóð'ur maður, en miður gefinn að viturleika“,
Æfisaga 157.
Knudtzon, P. C. (1789—1864), grosseri; tengdafaðir hans var J. T. Thomsen íslands-
kaupmaður. Knudtzon tók við verzluninni 1814 og næstu 50 árin var hann allsráðandi í
verzluninni í sunnlendingafjórðungi. Var fulltr. á stéttaþinginu.
Kolderup-Rosenvinge, J. L. A. (1792—1850), prófessor í lögum.
Krieger, L. A. (1797—1838), stiptamtmaður frá 1829 „hinn merkasti mað'ur í þessu
embætti á fyrri hluta aldarinnar“, segir í Sögu Islendinga VII, 338. Varð fyrstur danskra
stiptamtmanna til að læra íslenzku. Oft tillögugóður um íslenzk mál.
Lange, Michael (1788—1856), depúteraður í Cancellíi.
Lassen, urtakramari (?)
Molbech, Chr. (1783—1857), sagnfræðingur, prófessor.
Moltke, A. W. (1785—1864), greifi, leyndarráð, síðar forseti í Rentukammeri.
Miiller, L. C. (1806—1851), cand. theol., ferðaðist á íslandi 1832 til að „læra betur
íslenzku". Heimkominn skrifað'i hann grein: Athugasemdir um íslendinga, einkum í trúar-
efnum (þýð. í Fjölni I, ísl. flokkurinn, 32—47, 1835).
Mösting, ]. S. v. (1759—1843), leyndarráð, forseti í Rentukammeri.
Petersen, N. M. (1791—1862), varð prófessor í norrænum málum 1845. Natn íslenzku
ásamt rneð' vini sínum Kr. Rask. Samdi Danmarks Historie i Hedenold í 3 bindum
(1834—37), aðalheimildir Saxo hinn danski og íslenzkar fornsögur. Þýddi Historiske For-
tællinger om Islændernes Færd hjemme og ude í 4 bindum, sem náði mikilli útbreiðslu,
o. fl., o. fl., sbr. Dansk Biogr. Leks. XVIII, 244 o. áfr.
Rajn, C. C. (1795—1864), fornfræðingur, lagði sig eftir íslenzku, átti mestan þátt i
stofnun Landsbókasafns íslands 1818. Var einn af 4 stofnendum hins konungl. norræna
Fornfræðafélags 1825. Var þar afkastamikill útgefandi íslenzkra fornrita og kynnti þau
víða um heim.
Rask, Hans Kristian, prestur, hálfbróðir hins fræga málvísindamanns Rasmusar Krist-
ians Rasks.
Rothe, Christian (1770—1852), etatsráð, kommitteraður í Rentukammeri.
Schlegel, J. F. W. (1765—1836), prófessor.
Schönheycler, J. F. G. (1773—1850), forstöðumaður í Rentukammeri, var einnig depút-
eraður í Finansdeputationen; kallað'ur „den travle og indsigtsfulde Embedsmand“ í
Dansk Biogr. Leks. XXI, 502.
Sibbern, F. C. (1785—1872), heimspekingur, prófessor.
Stemann, P. C. (1764—1855), forseti í Cancellíi frá 1827, er sagður eiga hina frægu
eða öllu lieldur alræmdu setningu „Vi alene vide ...“ í nafni Friðriks VI í prentfrelsis-
málinu.
Ulslrup, R. C., landfógeti, d. 1836.
Örsted, A. S. (1778—1860), „vor Lovkyndigheds lyseste Hoved“, segja danskir, bróðir
vísindamannsins H.C. Orsteds. Var konungl. kommissarius á stéttaþingunum. Sjálfur segir
Örsted í endurminningum sínurn, að til þess að vera ráðunautur konungs um stéttaþingin
212