Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1966, Page 124
Tímarit Máls og menningar I þeirri bók, sem hér átti að verða aðal- nmræðuefnið, eru prentuð tvö helztu rit- verk hennar, skáldsagan Amtmannens dptre og endurminningarnar I de lange nætter. Skáldsagan er sú fyrsta í norskum hókmenntum, sem er beinlínis skrifuð í þeim tilgangi að vera áróðursrit. Það þótti mikið hneyksli þá, en þær urðu margar síðar. Höfuðáhugamál höfundarins var að rétta hlut kvenna í þjóðfélaginu, halda fram rétti þeirra til sjálfsákvörðunar, ekki sízt í giftingarmálum. Sagan er að mörgu leyti ófullkomið listaverk, en liún hafði geysimikil áhrif; varð uppliaf kvenfrelsis- hreyfingar í Noregi. Norskar konur þökk- uðu Camillu Collett löngu seinna með því að láta gera af henni höggmynd, sem stend- ur í hallargarðinum í Osló, og var hún fyrsta norska konan, sem var sýndur slíkur lteiður. Minningahókin, I de lange nætter, er merkilegur spegill sinnar aldar og ekki sízt fyrir þær myndir, sem þar eru dregnar upp af þeim feðgum, Nicolai og Henrik Wergeland. Umfram allt eru þær þó eintal sálar, þroskaðrar konu, sem lítur angurvær yfir horfna tíð, minnist margra hluta og atvika hæði Ijúfra og sárra, úr sínu lífi eða samferðamanna. (Gyldendal N. F., smábókahrot, önnur prentun 1965, 384 hls., kr. 12,50). Næsta hók er einnig minningabók; höf- undurinn er Marie Hamsun, kona skálds- ins. Bókin kom fyrst út 1953 og hefur verið metsölubók árum saman. (Aschehoug, 7. útg., smáhókahrot, 302 bls., kr. 11,50). Bókin hefur verið kölluð snilldarverk og ekki verður um það deilt að hún er mjög vel skrifuð. Marie Hamsun hafði verið kennslukona og síðar leikkona áður en hún giftist Hamsun, 28 ára gömul. Hún varð síðar kunnur bamabókahöfundur. Höfuð- gildi ævisögttnnar er auðvitað lýsing henn- ar á Knut Hamsun, og er hirlur í henni fjöldi sendihréfa, sem fóru þeirra á milli. Mörg eru þannig að ýmsir hefðu hikað við að leyfa hirtingu fyrr en eftir sinn dag. I þessu samhandi er vert að nefna lítið safn blaðagreina eftir Knut Hamsun frá árunum 1889—1928. Francis Bull setti þetta úrval saman. (Gyldendal N. F., smá- bókahrot, 150 bls., 10 kr.). Greinasafnið kom í upphafi út á áttræðisafmæli Ham- suns árið 1939. Þarna eru löngu frægar greinar eins og Bondekulluren, sem að formi til er hréf til Jóhannesar V. Jensens í tilefni af hók lians Den ny Verden, — eða þá Ærer de Unge, sem olli miklu hneyksli á sínum tíma. Nahohyen frá 1917 er hrein perla og varla unnt að velja hetra dæmi um stílsnilld meistarans. Gaman er að greinarkorninu Gamle Digtere og unge (frá 1904). Tilefnið var prentun nokkurra sendibréfa frá llisen. Gerir hann þar óspart gys að þeim sið lesenda og leikhússgesta að trúa að hvert einasta orð og uppátæki í leikritum Ihsens feli í sér djúpskyggna vizku, sem menn verði að basla við að skilja eða sitja ella og bölva heimsku sinni. Ilann tekur sem dæmi einn hlut í „Pétri Gaut“, „den íremmede passager", sem atkvæð'amesti gagnrýnandi í Danmörku hafði sagt að ætti að merkja „Begrebet Angst“. Þessum skilningi mótmælir Ibsen harðlega í einu hréfi sínu til Bjprnstjerne Bjprnson. En segir eins og lil skýringar: „Jeg smurte Scenen ind som en Kaprice." Síðasta í þessum flokki skal nefna nýja endurminningabók eftir þá ágætu skáld- konu, Inger Hagerup. Bókin heitir Det kommer en pike gáende (Aschehoug, 104 bls., heft 15 kr.). Þetta eru raunar hernsku- minningar einar, því að hókinni lýkur á því er hún yrkir sitt fyrsta ástarljóð á fermingaraldri, og horfir á eftir blaðinu samankuðluðu inn í kolaofninn úr hendi kennarans, sem hafði staðið hana að þessu verki í kennshistund. Móðir hennar varð 218
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.