Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 100
Siglaugur Brynleijsson
„Galdrafargið“
Afskræmilegar leifar fornra trúarbragða
lifðu oft lengi með hálfsiðuðum og hálf-
kristnum íbúum afskekktra héraða í Ev-
rópu. Þessar leifar voru oft af kyni galdurs.
Afstaða kirkjunnar á fyrri hluta miðalda
til fjölkynngi og seiðskratta var sú, að
þetta væru leifar heiðninnar, sem hæri að
uppræta. Bonifatíus lýsir því yfir á 8. öld
að það sé í hæsta máta ókristilegt, að trúa
á mátt galdurs og galdrakinda sem og var-
úifa. Karl mikli lýsti það dauðasök á Sax-
landi að hrenna eða grýta seiðskratta. Slík-
ar hrennur kallaði hann „heiðnar venjur".
Ymsir háklerkar höfðu uppi svipaðar skoð-
anir, þeir töldu allar sögur um mátt galdra-
manna fáfengilegt raus og vitleysu. Kon-
ungur Ungverja Coloman, á 11. öld, telur
að nornir séu hugarfóstur sjúkra manna.
Slík var afstaða kirkjunnar til kukls á
þeim öldum, sem lengi tíðkaðist að kalia
hinar myrku aldir. Þegar kemur fram á
15. öld verður hér hreyting á. Þá snerist
þetta við. Þeir sem neituðu krafti galdra-
kinda voru taldir trúvillingar. Skoðanir
Karls mikla og háklerka fyrri alda voru
gleymdar og grafnar. Fátt var guði þóknan-
legra en handtaka og réttan fjölkunnugra.
Næturreiðir norna á prikum um loftið, á
fund meistara þeirra djöfulsins, var talin
staðreynd þegar kemur fram á 16. og 17.
öld og þeir sem neituðu þeirri staðreynd
voru taldir annað hvort hilaðir á geðsmun-
um eða villumenn.
Þessar skoðanir áttu sína upphafsmenn.
Með aukinni trúarlegri innlifun og háleit-
ustu kenningum mystikeranna á því skeiði,
þegar „devotio moderna" upphefst og
þeirri hæstu blómstran kristins dóms, hefst
einnig andstæða þess, sem háleitast var
talið. Því dýrðlegra, sem endurlausnar-
verk Krists varð og hann háleitari, því
ineir magnaðist andstæðan, djöfullinn. Á
miðöldum var djöfullinn ekki neitt ámóta
ofboðsleg skepna og hann varð þegar kem-
ur fram á síðari hluta 15. aldar hvað þá
á siðskiptaöldinni. Galdrar voru frá djöfl-
inum komnir og hérlendis varð rúnameist-
arinn Óðinn samsamaður hugmyndum
kristinna manna og kirkjunnar um djöful-
inn, eins og kemur fram í þjóðtrúnni. En
afl og kraftur hins illa lét þó oftast í
minnipokann fyrir margvísum klerkum og
hvítagaldri þeirra. Á miðöldum er vald
liins vonda ekki á neinn hátt hættulegt
guði, og kuklarar, sem stunduðu svarta
kúnst, voru álitnir varhugaverðir, en hinn
hvíti galdur kirkjunnar var talinn sterkari.
Á síðari hluta 15. aldar var prédikunar-
starf svartmunka tekið að bera árangur
meðal alls almennings. Þeir höfðu nánast
samband við almenning af þjónum kirkj-
unnar og kynnast ýmisskonar hjátrú og
hindurvitnum sem enn lifðu í afskekktari
byggðarlögum. Þeir tengja leifar ýmiss
konar forneskju starfsemi djöfulsins og
áttu sinn þátt í staðbundnum galdraof-
sóknum. Svartmunkar mögnuðu mjög ótt-
ann við djöfulinn meðal alþýðu og hann
verður því hræðilegri sem líður á öldina.
Galdramenn og nomir vom talin beinir
402