Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1967, Side 109
febrúar 1967, birtir hann þá kenningu sem treysta má, „nýstárlega kenningu“ eins og hann segir sjálfur, sem hefur þann kost aS leggja áherzlu á þaS „sem óumbreytanlegt er“ og hefur aS aSalniSurstöSu aS „mann- kyniS er, — þvi miSur — eins og þaS er“. Nú er rök/œrslan ekki losaraleg og vist ekki gert ,„alltof mikiS úr einstökum atriS- um“, enda getur hin „nýstárlega kenning", sem höfundur Reykjavíkurbréfa hefur sótt í þýzkt blaS og í dýrafrœSi, bœSi þjónaS sem sálarfrœSi og þjóSfélagsfrœSi:] Þegar talað er um hinar öru breytingar, er einnig hollt að minnast þess, sem óum- breytanlegt er. í þýzku blaði er sagt frá rannsóknum, sem nýlega er lokið á hegðun manna og viðbrögðum gegn ýmsum ytri at- vikum. Blaðið segir: „Hvað kemur okkur til að hlæja, þegar okkur er skemmt? Hvernig vitum við hvernig við eigum að bregðast við, þegar við verðum hræddir? Hvar lærum við hvernig við eigum að iáta uppi óánægju okkar? Og hver æfir okkur í listinni að láta uppi, að við séum ástfangnir? Hið einfalda svar er, að þessa kunnáttu öðlumst við ekki úr neinni utanaðkomandi upp- sprettu. Þetta eru allt meðfæddir mann- legir eiginleikar." Þessi kenning er sögð staðfest af rann- sóknum tveggja þýzkra vísindamanna, sem ferðast hafa víðsvegar um heim, bæði með- al menntaðra þjóða og ómenntaðra, þró- aðra og vanþróaðra, og telja þeir, að svo margt sé sameiginlegt meðal þessara ólíku þjóða, að upphaf þeirra hljóti að vera hið sama. „Þeir fundu, að allar þjóðir, hvort sem þær voru komnar langt í menningu eða enn á frumstigi, beita sömu svipbrigð- um til að láta uppi margvíslegar tilfinn- ingar, svo sem samúð eða andúð, ánægju, kunnugleik árásarhug eða kvíða. Veraldarvanar Parísardömur „flirta“ á Ú rklippur nákvæmlega sama veg og brjóstaberar stúlkur frá Samoa. „Elegantar" japanskar frúr senda í öllum smáatriðum augnagotur með sama hætti og óbreyttar svertingja- stelpur frá Afríku.“ Hér sannast enn, að skáldin sjá oft í sviphending það, sem vísindamennirnir síðan sanna með löngum rannsóknum, því að mörg ár eru síðan Tómas Guðmundsson lýsti því: „Hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu." Hinir þýzku vísindamenn, sem þessar rannsóknir gerðu, eru nánir samstarfsmenn Austurríkismanns að nafni Konrad Lorenz sem ritað hefur bók, er á sl. ári kom út í enskri þýðingu og nefndist þar „On ag- gression" „Um árás“ og vakti mjög mikla athygli í hinum enskumælandi heimi: kafli eða kaflar úr henni birtust raunar í Les- bók Morgunblaðsins á sínum tíma. Lorenz þessi er þekktur náttúrufræðingur og hefur ritað fleiri bækur, þar á meðal eina, sem komið hefur út á íslenzku árið 1953 í þýðingu dr. Símons Jóhanns Ágústssonar og nefndist á íslenzku „Talað við dýrin“. Lorenz er eindreginn fylgismaður þróunar- kenningar Danvins og færir í þessari síð- ustu bók sinni mjög sterk rök að líkingu manna og dýra. Hann telur fjórar frum- hvatir sameiginlegar flestum lifandi verum sem sé næringarþörf, kynhvöt, ótta og árásarhneigð. Allar hafi þessar hvatir þró- ast frá örófi vetra; enda hver haft sínu ákveðna verkefni að gegna, svo að líf hefði ekki haldizt, ef þær hefðu ekki verið fyrir hendi. Árásarhneigðin, sem sé sameiginleg mönnum og a. m. k. mörgum dýrum sé því til orðin af nauðsyn og að því leyti ekki ill frá upphafi, þó að hún geti leitt til mikils ófarnaðar. En einmitt af því, að hún sé meðfædd þörf eða hvöt, þá sé við- íangsefnið að beina henni í rétta átt, svo að sá kraftur sem í henni hrýzt út, verði 411
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.