Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 8
Tímarit Máls og menningar tíðum, gengisfellingum, kúgunum, galdrabrennum, atómskáldskap, ærsla- músík, afkárabókmenntum og fleiri geðbilunum af svipuöu tagi. Síðasta sálarísöldin hófst árið 1914 og hefur staðið fram á þennan dag, þó með nokkrum hlýjuuppstyttum öðru hverju. Við minnumst til að mynda þeirra vörmu sunnanvinda, sem blésu yfir land vort, þegar íslenzk æska tók sig upp úr útlenzkum skólum og streymdi hingað heim til þess að gera komm- únistíska byltingu í landi Hjalta Skeggjasonar og Halls forföður míns af Síðu. Þá var ég þokulegur krati og dró í efa, að kommúnistísk bylting hæri þjóðunum blessun. Kunningi minn, vel gáfaður og spaugfullur, rifjaði það nýlega upp fyrir mér, að eitt sinn hefðum við setið að kaffidrykkju á Upp- sölum með Ólafi Friðrikssyni. Efni ræðunnar var auðvitað rússneska bylt- ingin og yfirvofandi heimsumvelta og útþurrkun allra konunga veraldarinnar, sem Ólafur sagði fyrir hartnær upp á áratug. Úr kaffihúsinu röltum við norður Aðalstræti, sagði kunningi minn, og héldum áfram að tala um byltinguna og ljómann í austri, sem þá var mikill og fagur. Mitt í byltingarhrifningu okkar opinheraðir þú þinn innra mann og sagðir: „Ég held að mennirnir séu ekki nógu þroskaðir til að lifa í sósíalis- tísku þjóðskipulagi.“ Það lá við, að við fengjum slag. Kransæðastífla hefði yfirþyrming okkar kannski verið kölluð nú á tímum. Heimskulegri þvætting var ekki hægt að láta sér um munn fara á þessum árum. Þá var enginn maður þroskaður eða vanþroskaður, enginn góður eða vondur. Að láta þvílíkar mannlýsingar út úr sér vakti ævinlega hlátur og spé i Unuhúsi. Þess vegna mátti ég, með alla ófullkomleika mannanna, sitja þar undir margri spédembunni. í þann tíð var Freud heimsmælikvarði á sálarþroskann og hver maður var innblástur kynfæranna. Þá stóð sól minnar dýrðar ekki hátt á lofti í Unuhúsi. Ég var meira upp á innblástur andans en kynfæranna, og andinn var hlægilegur. Þetta voru samt skemmtilegir tímar. Þá voru Sovétlýðveldin útflytjendur mikilla hugmynda á heimsmælikvarða, og allur hinn stríðsþjáði heimur beið eftir byltingunni. Þú hlýtur að muna þetta. Þá var Lenín ljós heimsins, og Stalín var hreint ekki svo lítill karl. Þá heilsuðu menn með krepptum hnefa upp í loftið og sögðu með sterku andliti: „Rót front!“ Og í þann tíð var það, að Sigurður Jónasson kastaði uppáhaldsbókinni minni niður í gólfið fyrir framan nefið á mér á Stýrimannastíg 9, af því að í henni stóð þessi setning: „Á þessum skerjum, ófullkomleika mannanna, strandar allur sósíal- ismi.“ En þar til nokkurra úrbóta kom Hinrik Ottósson innblásinn utan úr löndum eftir mikið viðtal við sjálfan meistarann Rakovský (eða Rakotský). 198
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.