Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 13
Opið bréf lil Kristins Andréssonar væri alþjóðamál, sem hægt væri að tjá á hugsanir sínar og hljómaði engu lakar en þær tungur, sem hér nytu talréttinda. Og það væri anzi lítil von um, að svona samkomur bæri mikinn árangur, þar sem menn stæðu sundraðir, skiljandi illa hver annan, uppblásnir af þjóðernishroka. A þinginu var danskur esperantisti, náttúrufræðingur að mennt, merkur maður. Hann starfaði í einhverjum nefndum á þinginu. Hann sagði mér, hve nefndastörfin gengju herfilega, einungis af því, að nefndamennirnir skildu ekki hver annan. Þar ríkti hreint öngþveiti. Hann kvaðst hafa sagt á einum fundinum: „Væri ekki nær að við gætum talazt við á einföldu alþjóðamáli, allir jafn réttháir, þar sem allir skildu alla, í stað þess að eiga í svona vand- ræðum. Þá svaraði rússneski fulltrúinn í nefndinni: „Nei! Félagi Stalín hefur sagt, að öll mál renni að lokum saman í eitt tungumál.“ „Það má vel vera,“ svarar sá danski, „en ég hef bara ekki tíma til að bíða eftir því.“ Eitt smátt atvik gerðist þarna á þinginu sem blaðamenn mundu segja, að vakið hafi athygli. Eftirtekt er bannlýst orð á prenti nú til dags. Atvikið hófst þannig, segir Jónas minn, að ég hafi hlustað með djúpri athygli á ræðu kínverska fulltrúans á þinginu, auðvitað á kínamáli. Þó hefur hann mig grunaðan um að hafa misnotað ræðuna sem nokkurs konar vöggu- vísu og látið hana lulla mér í sætan blund. Um leið og ræðumaður lauk máli sínu hafi ég sprottið á fætur, snúið mér að Jónasi, hneigt mig djúpt og virðu- lega frammi fyrir honum, tekið innilega í höndina á honum og sagt: „Þökk fyrir!“ Þökk fyrir hvað? Jónas glápti. Er Þórbergur nú orðinn vitlaus. En rétt í því rann upp fyrir honum fögur birta: Þórberg hefur auðvitað dreymt, að hann væri í einni veizlunni og ég væri þar veizlugjafi. Þetta viðbragð Þórbergs vakti almenna athygli í þingsalnum. Ein mesta ánægjustund mín í Varsjá var heimsókn til dóttur Zamenhofs og einhverra fleiri ættingja hans, sem þar höfðu komið saman eitt kvöldið. Það var indælt fólk, allt mælandi á esperanto, hafði auðheyrt ekki haft tíma til að fresta manndóminum, þar til öll tungumál heims væru runnin saman í eitt mál. Ég fór jafn vonsvikinn af þessu þingi og ég kom þangað. Það var ennþá gamla larvelsið, ófullkomleiki mannanna, sem fylgdi mér. Og „fræðsla má hjá mönnum ekki neitt og margföld reynsla jafnvel ekki heldur.“ í stað þess að stofna nú til allsherjar vináttusambands gegn svörtu öflunum, sem ennþá voru til alls ills vís, þá stóðu menn sundraðir, hver otandi fram sínum tota og sinni dogmu og allt virtist fljóta að sama feigðarósnum. 203
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.