Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 16
Vésteinn Lúðvíksson
Georg Lukács og hnignun raunsæisins
i
Þeir sem hafa að einhverju leyti fylgzt með marxistískum bókmenntaum-
ræðum síðustu áratugi hafa ekki hjá því komizt að rekast á nafnið Georg
Lukács. Þeir sem gefið hafa gaum að þeirri sundurleitu endurreisn marx-
ismans sem tækis hins vísindalega sósíalisma er átt hefur sér stað víða um
heim undanfarin ár hafa heldur ekki komizt hjá því að vita að til væri maður
með þessu nafni. Hann skýtur ekki aðeins upp kollinum sem fulltrúi hins illa
í „ópólitískum“, borgaralegum bókmenntatímaritum af fína taginu, hug-
myndir hans margar hverjar eru orðnar lifandi þáttur í flestu því bezta sem
skrifað er á marxistískum grundvelli um heimspeki, estetík, félagsfræði, sósí-
alisma o. fl. Það er sama í hvaða tímaritum sósíalista á Vesturlöndum er blað-
að, allsstaðar má merkja nærveru þessa hálfníræða ungverja, ekki bara nafn
hans, heldur oftar hugmyndir hans slitnar úr tengslum við nafnið. Og ef
lesið er það helzta sem skrifað hefur verið í marxistískri bókmenntateoríu í
seinni tíð, og ekki aðeins marxistískri, þá getur nærvera hans orðið næstum
yfirþyrmandi, nærvera hugmynda hans miklu oftar en nafnið. Því Georg
Lukács hefur aldrei verið neitt tízkufyrirbæri á allra vörum; það er ekki einu-
sinni hægt að segja að hann hafi orðið vinsæll, nema kannski í mesta lagi hjá
fámennum hópum róttækra stúdenta í Þýzkalandi um og eftir 1923 og ung-
verskum listamönnum á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina síðari. Þvertá-
móti virðist það hafa orðið ríkjandi hefð hjá ekki-marxistum að nefna hann
einvörðungu í hallmælingarskyni, hjá kredduföstum marxistum og dólga-
marxistum að hnýta í hann fyrir villutrú eða láta sem hann væri ekki til, og
hjá sumum skapandi marxistum að ráðast á hann þar sem hann er veikastur
fyrir og fordæma skóginn vegna nokkurra fölnaðra hlaða. Stuðningsmenn og
lesendur hefur hann samt átt alla tíð, en það verður ekki sagt að þeir hafi
gert mikið að því að básúna tiltrú sína og skilning. Nú er þetta að breytast;
kannski má segja að þetta hafi þegar breytzt. En ekki allsstaðar; Lukács á
það sameiginlegt með mörgum þeim sem ekki fara alfaraleiðir, að hans upp-
hefð kemur að utan. í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu rísa menn nú upp
206