Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 24
Tímarit Máls og menningar fallið. Herinn var illa búinn og undir slæmri stjórn; töluverður hluti her- mannanna voru rúmenar, króatar, serbar og slóvakar sem skiljanlega áttu enn erfiðar en hinir að sjá einhvern tilgang með þessu stríði. Þegar á leið, einkum eftir febrúarbyltinguna í Rússlandi, neituðu líka heilar herdeildir að berjast. Ólgan heimafyrir óx með hverjum nýjum degi, og um áramótin 1917—18 voru víða mynduð ólögleg hermanna- og verkamannaráð. Ung- verska byltingin var á næsta leiti. Lukács tók drjúgan þátt í hreyfingum róttækra menntamanna í Ungverja- landi á seinni árum stríðsins. Sósíalismi hans sveif þó að nokkru leyti í lausu lofti, því ennþá komst hann ekki í nein veruleg kynni við verkalýðshreyfing- una. Hann segist sjálfur hafa reynt á þessum árum að tengja saman Marx og Hegel á grundvelli „söguheimspekinnar“. Lenín hafði hann ekki lesið, en afturámóti Rósu Luxemburg. Þegar ungverska byltingin verður að veruleika í nóvember 1918 er Lukács í hópi byltingarmanna, í desember sama ár gengur hann — „eftir smá-hik“ — í ungverska kommúnistaflokkinn sem þá var ný- stofnaður, og í marz 1919 er hann gerður að vara-menntamálaráðherra í ríkisstjórn Bela Kuns. Hann barðist einnig gegn innrásarherjum, sem þá um sumarið tókst að koma byltingarstjórninni á kné. Þannig geta menn þróazt. „í byrjun fékkst hann mestmegnis við jóga — engan grunaði að hann ætti eftir að verða kommissar.“ Eftirfarandi tilvitnun úr yfirlýsingu sem Lukács samdi fyrir menntamálaráð byltingarstjórnarinnar gefur örlitla hugmynd um viðhorf hans til bókmennta og lista á þessum tíma: „Kommúníska menningarstefnuskráin greinir aðeins á milli góðra og lélegra bókmennta, hún fordæmir ekki Shakespeare og Goethe af því þeir voru ekki sósíalískir höfundar, og hún ofurselur heldur ekki listina sósíalískum fúskurum. Kommúníska menningarstefnuskráin vill veita verkalýðnum það bezta úr allri list, og menntamálaráðið mun ekki líða að smekknum sé misþyrmt með rímuðum pólitískum leiðurum. Pólitíkin er tækið, menningin er takmarkið.“ Þegar byltingarstjórnin var fallin og fasisminn hélt innreið sína í Búda- pest, flúðu forystumenn kommúnistaflokksins til Vínarborgar. Lukács varð þó eftir til að skipuleggja andspyrnustarfsemi flokksins sem nú var að sjálf- sögðu bannaður. Honum varð þar samt ekki lengi líft, og það var í Vín sem Lukács starfaði mestallan þriðja áratuginn. En hann var ekki lengur neinn fagurandi í fílabeinsturni, hann tók virkan þátt í endurskipulagningu flokks- ins á austurrískri grund, var fulltrúi á þingum Þriðja alþjóðasambandsins og skrifaði hverja ritgerðina á eftir annarri — allar ærið fjarlægar því sem 214
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.