Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 26
Tímarit Máls og menningar því það sama um þessa bók og margt annað sem Lukács hefur skrifað: til að komast að því sem mestu máli skiptir, hinum lifandi kjarna, þarf að sía frá bæði hismi og húmbúkk. Sérlega auðskilinn er Lukács heldur ekki í þessari hók, og sumstaðar má rekast á yfirborðsmennsku og andlegan subbuskap. Þrátt fyrir þetta er „Geschichte und Klassenbewusstsein“ einstaklega lifandi og vekjandi bók, ekki síður en 1923. Og ótvíræð áhrif hefur hún haft, bæði hismi hennar og kjarninn. Adorno, Horkheimer, Marcuse, Walter Benjamin, Karl Mannheim, Erich Fromm, Lucien Goldmann, André Gorz og Sartre eru nokkrir þeirra manna sem sótt hafa í námur þessarar bókar. í Vín lifði Lukács við fátækt og öryggisleysi. Horthy-stjórnin, einhver blóðþyrstasta fasistastj órn millistríðsáranna, var á höttunum eftir forystu- mönnum byltingarinnar, og 1927 fór hún frammá það við austurrísku stjórn- ina að Lukács yrði framseldur. Það hefði sennilega verið gert, hefði ekki Thomas Mann skorizt í leikinn. Hann skrifaði Seipel kanslara bréf og fór þess á leit við hann að Lukácsi yrði sleppt úr haldi og ekki framseldur. í þessu bréfi segir m. a.: „Hann (þ. e. Lukács) rakti eitt sinn kenningar sínar fyrir mér í Vínarhorg í klukkutíma eða svo. Hann hafði rétt fyrir sér svo lengi sem hann talaði.“ Vafalaust hafa skoðanir þeirra verið nokkuð skiptar þegar hér var komið sögu, því aðdáun og virðing Thomasar átti að mestu rætur sínar að rekja til „Die Seele und die Formen“ og „Die Theorie des Romans“. En þó þeir færu um margt ólíkar leiðir, viðurkenndi samt Thomas Mann síðarmeir Lukács sem mikilhæfasta gagnrýnanda sinn, og Lukács áleit ekki aðeins Thomas Mann mikilhæfasta rithöfund samtímans, heldur skrifaði hann meira um verk hans en flestra annarra nútímahöfunda. En Thomasi Mann tókst ekki að tryggja Lukácsi langvarandi öryggi í Austurríki, hann varð að yfirgefa landið 1929. Stuttan tíma hætti hann lífi sínu í Ungverjalandi, komst þaðan til Sovétríkjanna þar sem hann starfaði um skeið við Marx-Engels-stofnunina. í Berlín var hann 1931—33 og tók virkan þátt í baráttunni gegn fasismanum. Við valdatöku Hitlers hélt hann aftur til Moskvu. Þar starfaði hann næstum óslitið við heimspekideild Vís- indaakademíunnar þangaðtil 1945. Á þessum árum skrifaði hann margt það bezta sem eftir hann liggur. Sumt af því veigamesta kom þó ekki út fyrren eftir stríð — og þá í Sviss. Þrátt fyrir nokkrar tilvitnanir í rit Stalíns, sem stundum voru nauðsynleg- ar til að koma einhverju á prent, bera verk Lukácsar glöggan vott um óheina andspyrnu gegn því versta í hugmyndafræði stalínismans. Þarmeð er ekki sagt að afstaða Lukácsar til Sovétríkjanna, þróunar sósíalismans og Stalíns 216
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.