Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 35
Georg Lukács og hnignun raunsœisins í tæri við, kallar Marx vörufetísisma. Lukács virðist eiga við það sama með hlutgervingunni, en hugtak hans fær þó víðari merkingu þarsem honum tekst hetur að sýna frammá vöxt þessa „töframáttar11 og áhrifa hans á flest sem í senn er mannlegt og óhlutkennt. Þau svið sem vörufetísisminn nær til verða því fleiri sem vöruframleiðslan verður meiri og víðtækari. í kapítalískum þjóðfélögum Vesturlanda nú á dögum má segja að enginn þáttur mannlegs veruleika sé óhultur íyrir áhrifum vöruformsins. Allt hlutgerist. Ef smiðurinn, sem hér var nefndur, er handverksmaður með eigin verk- stæði, lítur hann á vinnuafl sitt sem eigin getu. En um leið og afurðir hans verða undir á markaðnum og hætta að seljast (verksmiðjuafurðir eru skilj- anlega ódýrari en afurðir handverksmanna), um leið og hann neyðist til að ráða sig í vinnu til annarra, tekur hann að líta á vinnuafl sitt fyrst og fremst sem vöru. Því vinnuaflið selur hann eða leigir til ákveðins tíma gegn á- kveðnum launum, á svipaðan hátt og hann seldi áður kaupmanninum stólana sína. Þannig hlutgerist einn mikilvægasti — ef ekki sá allra mikilvægasti — þáttur mannlegs lífs. Nú eru engin greinileg skil á milli vinnuafls mannsins og mannsins sjálfs. Þann tíma sem liann selur vinnuafl sitt lítur hann því á sjálfan sig að meira eða minna leyti sem vöru. Hann hefur ekki fullan yfirráðarétt yfir sjálfum sér fyrren að vinnudegi loknum. Hann er tæki í höndum atvinnurekandans. En hætti hann að vinna hjá öðrum er sagt að hann verði jrjáls maður eða sjálfs sín herra. Þetta á ekki síður við um hugsunarstörf en líkamleg. Smið- urinn í húsgagnaverksmiðjunni getur liugsað sitt á meðan hann stendur við rennibekkinn. Hann selur vinnuafl sitt, liæfni sína og handbrögð, en hann sel- ur sig aldrei allan. Hug hans og tilfinningar getur einn einstakur atvinnu- rekandi aldrei lagt undir sig nema að takmörkuðu leyti. En blaðamaður sem gerir það að daglegu starfi sínu að básúna tilfinningar sínar og smekk á flestu milli himins og jarðar, hann selur sig allan eða því sem næst. Hann hættir ekki að hafa tilfinningar og smekk þegar hann hefur lokið við að skrifa grein dagsins. Einsog áður segir haldast aukning vöruframleiðslu og aukning verkaskipt- ingar í hendur. Við iðnvæðingu og æ fullkomnari vélar eykst hvorttveggja hröðum skrefum. Um leið fækkar hinum einstöku framleiðendum. Hundrað handverksmenn sem áður voru sjálf sín herrar selja nú verksmiðjueigandan- um vinnuafl sitt. Þetta fyrirkomulag hefur auðvitað ótvíræða kosti. Hundrað smiðir í verksmiðju eru fljótari að smíða hundrað stóla en einn handverks- smiður að smíða einn stól á eigin verkstæði. Stólarnir verða ódýrari og fleiri 15 TMM 225
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.