Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 40
Tímarit Máls og menningar
misch-philosophische Manuskripte“, merkir firringin nánast að í samfélagi
einkaeignarréttarins, þar sem eignalaus fjöldinn vinnur fyrir fámenna
eignastétt, hættir vinnan að vera skapandi þáttur í lífi mannsins; en firringin
er líka í því fólgin að afurðir mannsins fá vald yfir honum um leið og þær
verða að vörum. Maðurinn firrist sjálfan sig og umhverfi sitt. Höfuðáherzl-
una leggur Marx þó á vinnuna. Hún fullnægir ekki lengur þörfum einstakl-
ingsins, hún er framkvæmd eingöngu til að sjá honum fyrir nauðþurftum;
enginn ynni ef hann fengi ekki fyrir vinnu sína laun til að lifa af. En það
er ekki vinnan sem slík sem er firrandi (einsog hjá Hegel), ekki einusinni
vinna í iðn- og tæknivæddu þjóðfélagi þyrfti að vera það. Uppruna firr-
ingarinnar er að leita í eignaskiptingunni. Framleiðslutækin eru ekki í eigu
þeirra sem við þau vinna. Vinna verkamannsins þjónar fyrst og fremst gróða-
tilgangi eignastéttarinnar. Framleiðslan verður fjandsamlegt, framandi vald
sem verkamaðurinn neyðist til að beygja sig undir til að geta dregið fram
lífið. Firringin verður því ekki yfirunnin á neinu andlegu plani, heldur að-
eins með því að afnema einkaeignarréttinn á framleiðslutækjunum — með
því að koma á sósíalísku þj óðskipulagi.
Firringarkenningin í „Parísarhandritunum“ er um margt ólík firringar-
kenningu Hegels, en Marx hafði ekki ennþá skorið fullkomlega á þau hug-
hyggjubönd sem tengdu hann við Hegel og Feuerbach: hann gerir ráð fyrir
ákveðnu „mannlegu eðli“, óbreytanlegu og í engum áhrifatengslum við sam-
félagslegan veruleika. Þjóðfélagsþróunina ber því að miða við að þetta
„mannlega eðli“ fái að njóta sín. Marx snéri þó fljótt baki við þessari háspeki
og hennar gætir ekki í höfuðritum hans.
Þó Marx noti hugtakið afar sjaldan eftir 1845 hættir hann samt ekki að
ræða fyrirbærið. Hann ræðir það aðeins á annan hátt en áður. Firringin
verður einn þáttur í heildarkenningu hans um kapítalíska þjóðfélagið, þátt-
ur sem ekki er hægt að ræða einskorðað og slíta úr afstæðu sinni til sögulegr-
ar efnishyggju, stéttabaráttunnar, vörufetísismans, gildisaukakenningarinnar
og kenningarinnar um efnahagsgrundvöllinn og yfirbyggingu hans o. s. frv. í
„Auðmagninu“ verður firringarkenningin aðeins einn hluti í heildargagnrýni
Marx á kapítalismann. Við það fær firringarumræðan traustari grundvöll en
áður. Margar meginhugmyndir sínar í „Parísarhandritunum“ yfirgefur
Marx þó ekki, hann skefur aðeins af þeim hughyggjuna og háspekina og
dýpkar þær með því að grafast fyrir um efnahagslegan uppruna firringar-
innar.
Eftir daga Marx hafa firn og býsn verið skrifuð um firringuna, en hér gefst
230