Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 42
Tímarit Máls og menningar þroska. Þessi firring er nokkurs annars eðlis en sú sem einkennir kapítalísk iðnaðarþjóðfélög Vesturlanda. Það er ekki lengur náttúran sem stendur manninum fyrir andlegum þrifum. En það má samt segja að frumskilyrði firringarlauss lífs sé að maðurinn nái valdi á náttúrunni og skapi sér þau efnalegu gæði sem eru forsendur menningar. Það er heldur ekki hægt að segja að handverksmaður miðalda hafi verið ófirrtur, þó hann hafi oft og tíðum verið nokkuð óháður náttúruöflunum. Hann neyddist til að selja afurðir sínar og var enganveginn frjáls að því hvað og hvernig hann framleiddi; auk þess hafði hann yfir sér aðalinn, ríkisvald- ið og kirkjuna sem sviptu hann möguleikum til að hafa áhrif á stjórn sam- félagsins og þarmeð nánasta umhverfi sitt. En hann var þó í starfi sínu tiltölu- lega ófirrtur miðað við verkamann nútímans. Hann átti sjálfur tækin sem hann vann með og vissi fullkomlega hvað hann var að gera þarsem hann vann alla þætti framleiðslunnar sjálfur. Hann átti til starfsmetnað og starfsgleði: afurðir hans voru allar sköpunarverk hans sjálfs. Ef markaðsbúskapurinn var takmarkaður hafði hann oft persónulegt samhand við kaupendur afurða sinna og fékk þannig margskonar viðurkenningu fyrir starf sitt. Verkamaður nútímans á ekki tækin sem hann vinnur með. Hann selur ekki afurðir einsog handverksmaðurinn, hann selur vinnuafl sitt. Hann hefur oftast enga innsýn í það heildarverk sem hann vinnur að. Hann er ekki skapandi á nokkurn hátt. Hann er aðeins peð í ópersónulegu og fjandsamlegu framleiðslubákni. Hann á sjaldnast til nokkra starfsgleði, þaðanafsíður starfsmetnað. Hann ynni ekki deginum lengur ef hann neyddist ekki til að sjá sér fyrir nauðþurftum. Þó vinna hans sé samfélagsleg kemst hann aldrei í persónulegt samband við alla sem með lionum vinna að heildarverkinu, og heldur ekki við neytendur þeirrar vöru sem hann framleiðir. Eina viðurkenningin sem hann fær fyrir starf sitt er launaumslagið og smjaður atvinnurekandans. Hann er firrtur möguleikum til þroska og skapandi starfs. Hann er firrtur möguleikum til að geta notað meira en hluta starfshæfni sinnar. Hann er firrtur öllum vinnutil- gangi. Hann er firrtur þeim samfélagstengslum sem í vinnunni felast. Hann er líka oft firrtur möguleikum til persónulegrar samvinnu. Auk þess er hann rændur hluta þeirra verðmæta sem hann skapar. Vinnan verður böl. Lífið hefst ekki fyrren með frítímanum. Orsakir alls þessa eru margar og haldast mjög í hendur og hafa álirif hver á aðra. Sú mikilvægasta er eignaskiptingin. Verkamaðurinn á ekki fram- leiðslutækin sem hann vinnur með. Hann vinnur hjá öðrum og fyrir aðra. Hluti þeirra verðmæta sem hann skapar rennur í vasa eigenda fyrirtækisins. 232
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.