Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 44
Tímarit Máls og menningar vinnurekendur lofa því að tekið skuli tillit til „mannlegu hliðanna“ þegar nýjar vélar verði teknar í notkun, nýtt fyrirkomulag reynt við færiböndin og þvíumlíkt. Það leynir sér ekki að hér er það mannlega orðið neikvætt, það stendur í vegi fyrir gernýtingunni. Framleiðslan gengi betur ef hægt væri með öllu að losna við „mannlegu hliðarnar“. Afleiðingar þessa alls eru einsog áður segir að verkamaðurinn lifir vinn- una sem böl. Hún er langt frá því að vera lífrænn þáttur í tilveru hans. Hann vinnur til að lifa en lifir enganveginn til að vinna. Við þetta klofnar hann í viðhorfum sínum gagnvart sjálfum sér. Annarsvegar tekur hann afstöðu gegn vinnunni yfirleitt og samfélagshlutverki sínu sem vinnandi manns. Hinsvegar finnur hann til vanmáttar síns og gefst upp gagnvart ofurefli framleiðslu- kerfisins; andleg kennimerki hans verða undirgefni, sinnuleysi, þolandahátt- ur (passivitet) og tilfinningafreri. Verkamaður Vesturlanda nýtur vissulega að mörgu leyti betri kjara nú á tímum en t. d. fyrir hundrað árum. Vinnan er auðveldari, vinnutíminn styttri og kaupið miklu hærra. En hann er ekki hótinu nær því marki að verða sjálfs sín herra, jafnvel fjær því. Það sem ekki hvað sízt veldur þessu eru auknir möguleikar eignastéttarinnar til að hanzkast með vitund verkalýðsins. Við aukna upphleðslu auðmagnsins hafa fyrirtækin orðið æ stærri. Þó við hugs- uðum okkur ísland sem eitt fyrirtæki yrði það harla lítið við hliðina á auð- hringum af meðalstærð. Yfirdrottnun eigendanna er ekki lengur áþreifanleg- ur veruleiki. í stað hennar stendur verkafólkið frammifyrir stjórnsýslu tæknikratanna, þ. e. menntamanna með tækni- og hagfræðimenntun og háar tekjur. Þorri þeirra er bein og óbein tæki í höndum atvinnurekanda og lítur á gernýtinguna sem markmið í sjálfri sér. Tungutak valdhafans er horfið og í stað þess komið ísmeygilegt lempnishjal. Nú er ekki lengur sagt: „Þið verðið rekin ef þið haldið ykkur ekki á mottunni“. Heldur: „Stjórn fyrirtæk- isins metur kröfur ykkar mikils, enda mun hún ræða þær gaumgæfilega, af alvöru og skilningi og greiða síðan um þær atkvæði á lýðræðislegan hátt.“ Bein valdaþvingun er dulin bakvið „samábyrgð“ og „mannlegan skilning“. Uppruni arðránsins hverfur á bakvið lögmálskennda gernýtinguna og hlut- veruleika hennar. Óánægja verkafólksins er rænd bitnunarsteinum sínum. Og dularhjúpi tækninnar tekst ósjaldan að leyna ójafnræðinu. Þó tækniframfarir geti falið í sér aukin þægindi, þá eru þær líka tæki til að gera ófrelsið varanlegt. Við þetta bætast þeir möguleikar sem borgarastétt- in hefur til að hafa áhrif á launafólk með fjölmiðlum sínum. Það hefur því farið svo, að meirihluti verkalýðsins hefur hreinlega gleymt valdaleysi sínu 234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.