Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 60
Tímarit Máls og menningar
ina ...“ Og: ,.JörSin hefur sín takmörk, en heimska mannanna er takmarka-
laus.“ Hann var einangraður frá samfélagsþátttöku og gat aldrei litið á verk
sín sem hluta í lífsviSleitni margra manna, vinna hans varð aldrei annað en
ill nauðsyn, enda leyndi hann því ekki að hann tók út kvalir þegar hann var
að skrifa. En það er samt fyrst með natúralistunum að hægt er að tala um
meiriháttar frávik frá krítíska raunsæinu og þarmeð raunsæinu yfirleitt.
ÞaS bregður nokkru ljósi yfir raunsæishugtak Lukácsar að hann skuli
hefja íhaldsmanninn Balzac upp til skýjanna en lýsa vanþóknun sinni á Zola,
sem var einn „róttækasti“ höfundur síns tíma og sósíalisti á efri árum. ÞaS
sem veldur þessu er aðallega sú staðreynd að Zola endurspeglaði ekki samfé-
lagsveruleikann sem týpíska heild. Hjá honum gliðnar heildin enn meir en
hjá Flaubert, og það einstaka, sem hann leitar fyrst og fremst að og finnur í
yfirborðsveruleikanum, nær of sjaldan að sameinast því almenna; hann end-
urspeglar þessvegna ekki það týpíska. í stórum dráttum er munurinn á þess-
um tveimur höfundum sá, segir Lukács, að Balzac segir frá en Zola lýsir. Sá
seinni flýr enganveginn samfélagsveruleikann — fáir höfundar hafa hlaupið
uppi kýli kapítalismans af meiri ákafa en einmitt hann — en hann kemst aldrei
lengra en að lýsa honum einsog yfirborð hans kemur honum fyrir sjónir,
hann drukknar í smáatriðum, „staðreyndum“ og því einstaka og tekst ekki
að draga fram áhrifatengslin milli smáatriðanna og sameina þau atburðarás-
inni. Sá veruleiki sem Balzac endurspeglar er heild á stöSugri hreyfingu, en
þarsem Zola tekst ekki að draga fram áhrifatengslin undir yfirhorði hlutanna,
og líka þarsem hann velur ekki nóg og hafnar, verður veruleiki hans kyrrstaða
í molum — jafnvel óbreytanlegur í augum lesandans.
KjörorS Zola var vísindamennska í skáldskap. Með vísindum á hann eink-
um við nákvæmnissæknar sérvísindagreinar samtíma síns, en þær mótuðust í
stöðugt ríkari mæli af yfirbreiðslutilhneigingum horgaralegrar hugmynda-
fræði. En hann hélt því þó fram að fullkomlega ástríðulaus athugun veruleik-
ans væri ekki möguleg — og heldur ekki æskileg. ASferS hans var að „ljós-
mynda“ veruleikann. Hér hverfur það sem Lukács segir að einkenni allar
miklar bókmenntir, viljinn til að greina aðalatriði frá aukaatriðum. DauS
fluga í glugga verður jafnmikilvægur hluti lýsingarinnar og höfuðeinkenni
aðalpersónunnar. Allt miðast við að reyna að töfra fram „ekta“ umhverfi.
Flestu er gert jafnhátt undir höfði, og persónurnar njóta lítilla forréttinda
frammyfir hlutina. HjáZola hefst sú uppgjöf fyrir yfirhorði samfélagsveruleik-
ans, fyrir hlutunum sem mynda umhverfið, fyrir hlutgervingunni og afmenn-
ingaráhrifum hennar, sem seinna átti eftir að setja mark sitt á mikinn hluta
250