Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 64
Tímarit Máls og menningar Hann leitar þess almenna og almannlega (eða frummannlega), en gefur lítinn eða engan gaum að því einstaka og einstaklingsbundna. Hér er t. d. að finna nokkrar rætur þeirrar hnignunar sem orðið hefur í klassískri persónusköpun á síðustu áratugum. Nú á hugveruleikinn uppruna sinn í hlutveruleikanum. Þarafleiðandi hlýt- ur allur innsæisskáldskapur, þó hann sæki efnivið sinn eingöngu í hugveruleik- ann, að byggja að einhverju leyti á hlutveruleikanum. Og einsog áður segir endurspeglar öll list, hversu raunsæ sem hún er, ekki aðeins hlutveruleikann, heldur líka hugveruleikann að meira eða minna leyti. Þó ekki sé nema vegna þess verður aldrei dregin ákveðin markalína á milli innsæis- og raunsæis- skáldskapar. Lukács hefur heldur aldrei gert neina tilraun í þá átt. En raun- sæishugtak hans hlýtur að takmarkast af því hversu langt hann vill láta raun- sæið ná inná svið huglægninnar og innsæisins. Hversu mikinn hluta af sam- félagsveruleikanum verður t. d. skáldverk að endurspegla til að hægt sé að kalla það raunsætt? Þessari spurningu hefur Lukács heldur aldrei svarað, en einsog við eigum eftir að sjá ætlast hann til að þessi hluti sé ærið stór. En hverjar eru þjóðfélagslegar forsendur alls þessa huglægni- og innsæis- skáldskapar, sem ekki á sér neinar teljandi hliðstæður í bókmenntasögunni? Því hlutgerðara og flóknara sem kapítalískt þjóðfélag verður, því erfiðara reynist hverjum rithöfundi að brjótast í gegnum skurn yfirborðsveruleikans, komast að því sem máli skiptir og endurspegla það í skáldskap í raunverulegu samfélagslegu samliengi sínu. Ef hann er einangraður og firrtur samfélags- þátttöku, ef hann lifir sjálfan sig sem máttvana og tilveru sína sem tilgangs- litla, ef hann þaraðauki situr uppi með falska vitund borgarastéttarinnar, þá er fátt eðlilegra en að hann slíti þau mannlegu verðmæti sem hann þekkir eða hefur hugmyndir um úr tengslum við samfélagsveruleikann og leiti með þau inní hug sinn, inní það eina ríki sem hann ræður, og umskapi þau þar og endurspegli á þann listræna hátt sem setur honum fáar hömlur. Innsæisskáld- skapurinn sprettur úr hlutgervingunni og firringunni, en einsog áður hefur verið bent á eru þessi fyrirbæri nátengd og samtvinnuð efnahagsgrundvelli kapítalismans. Ef natúralisminn er lítt fær um að auka sj álfsþekkingu lesandans sem samfélagsveru og skilning hans á samtíð og fortíð, þá er innsæisskáldskapur- inn ennþá fjær því að rækja þetta hlutverk, sem Lukács telur veigamikinn þátt allra raunsærra bókmennta, einfaldlega af því þessi skáldskapur tekur lítið mið af samfélagsveruleikanum. Hann byggir meir á stemmningum en röksækinni hugsun. Hann höfðar miklu fremur til tilfinninga lesandans en 254
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.