Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 66
Tímarit Máls og menningar bókmenntaverk þessarar tegundar hefur hann rýnt og greint á sama hátt og mörg stórvirki raunsærra bókmennta. Við þetta bætist að hann hefur á síðustu árum að nokkru endurskoðað afstöðu sína til höfunda sem hann taldi áður í hópi módernista, t. d. Brechts. En það gefur nokkra vísbendingu um hvað Lukács álítur rismesta skáldskap módernismans að hann skuli nefna Proust, Joyce, Kafka, Musil og Beckett sem höfuðfulltrúa hans. Verk módernistískra höfunda einkennast að mörgu leyti af því sama og hér hefur verið rakið sem einkenni innsæisskáldskapar. Þau endurspegla ekki samstæðan samfélagsveruleika einsog verk raunsæishöfunda heldur huglægar sannreyndir og geðhrif. Þau slíta manninn úr raunverulegu sam- félagsumhverfi og sýna hann einangraðan og firrtan á meira eða minna sér- tekna vísu. Persónur þeirra eru oft sundraðar og óheilar. Þau gerast ekki í hlutverulegum tíma, heldur hugverulegum eða sj álfsverulegum. Þau öðlast aldrei samskonar sjálfstæði og raunsæ verk, þau verða alltaf óaðskiljanlegur hluti af höfundum sínum. Sögur þeirra eru oftast allegoríur (líkingasögur). En þau eru í augum Lukácsar enganveginn algerar andstæður raunsæisbók- mennta. Og þau eru ekki óekta. Þau eru afsprengi sannrar reynslu höfunda sinna af ákveðnu samfélagsástandi á ákveðnum tíma, af stríði, fasisma, heims- valdastefnu og sóttbrigðum borgaralegs þjóðfélags; í þeim speglast firringin, niðurbútun og afskræming mannsins. Sundraður veruleiki þessara verka er sönn afmynd af raunverulegu samfélagsástandi. Sú ringulreið og angist (Angst) sem þau lýsa oft eru vissulega til í samfélögum höfundanna. En þar- sem módernisminn endurspeglar þessa afskræmistilveru beint og ókrítískt, þarsem hann heitir stíl og frásagnartækni sem leggja áherzlu á óhj ákvæmileika hennar, þar sem hann sýnir hana einangraða frá þeim öflum sem í raunveru- leikanum vinna gegn hinni, þá má segja að hann leggi sitt af mörkum til að afskræma afskræmið ennþá meira. „Það er vissulega ofurskiljanlegt að reynsla og lifun manna í kapítalistísku þjóðfélagi samtímans veki hjá þeim angist, viðbjóð, einangrunar- og ein- manakennd, tortryggni gagnvart sjálfum sér og öðrum, fyrirlitningu og sjálfs- fyrirlitningu, örvæntingu o. s. frv. í rauninni er sú veruleikalýsing sem felur ekki í sér og framkallar slíkar tilfinningar bæði fölsk og fegruð. En spurn- ingin er ekki hvort þetta sé allt raunverulegt, heldur hvort þetta sé allur raun- veruleikinn. Spurningin er ekki hvort sleppa eigi að lýsa þessu öllu, heldur hvort láta eigi hér við sitja.“ Höfuðásökun Lukácsar á hendur módernistunum er því sú að þeir endur- spegli ekki veruleikann sem heild, heldur aðeins brot af honum, þ. e. huglæga 256
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.