Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 67
Georg Lukács og hnignun raunsceisins reynslu sína af hlutgerðum og firrtum, sundruðum og afskræmdum heimi kapítalismans. En hann fyrirgefur þeim heldur ekki að þeir skuli lýsa þessari reynslu sinni einsog hún væri almennt, altækt, tímalaust og eilíft mannlegt ástand. En er hægt að lýsa veruleika kapítalismans sem heild? Er ekki einmitt kapítalisminn sundraður og ósamstæður? Við höfum séð hvernig maðurinn slitnar úr tengslum við vinnu sína og annað fólk. Við höfum séð hvern- ig varan, markaðurinn og peningarnir öðlast „sjálfstætt líf“. Er ekki kapítalisminn einmitt óendanlegur fjöldi einstakra þátta sem ekki loða sam- an? Nei, segir Lukács, það er aðeins á yfirborðinu sem kapitalisminn er sundraður og klofinn. Undir yfirborðinu eru hinir einstöku þættir samtengd- ir og hafa áhrif hver á annan. Undir yfirborðinu er heildin eða heildarferlið. En það er yfirborðið sem hefur mest áhrif á vitund manna, listamanna ekki síður en annarra. Til að rithöfundur geti endurspeglað veruleika kapítalism- ans sem heild verður hann því að brjótast í gegnum skurn yfirborðsins, kom- ast að þeim kjarna sem undir er, og uppgötva hið díalektíska samband milli kjarna og yfirborðs, milli eðlis og fyrirbæris. Það gera módernistarnir ekki. Þeir láta sér nægja lifun sína og reynslu af fyrirbærinu, af sundruðu og marg- klofnu yfirborði kapítalismans, en takast ekki á við eðli hans. Lukács tekur Kafka sem dæmi um mikilliæfan módernista og gerir sér þannig enganveginn auðvelt fyrir, því verk Kafka eru blandaðri og marg- þættari en flestra annarra módernista. Lukács er langt frá því að vera blindur fyrir listrænum hæfileikum þessa höfundar, Kafka er „sannur listamaður, sem lætur sér ekki nægja einfalda framköUun tilfinningalegra lífssanninda yfir- borðsveruleikans“. Og það er heldur ekki lifun og reynsla Kafka, tómleikatil- finningin, tilgangsleysið og angistin, sem eru listræn vandræðabörn, heldur er það aðferð Kafka sem Lukács snýst öndverður gegn. Kafka stendur raun- sæishöfundum nær en flestir módernistar að því leyti, að frásagnarveruleiki hans er heill og ósundraður. Kafka segir ekki ruglingslegri sögur en Balzac og Tolstoj. Og ímyndaður heimur hans endurspeglar ekki aðeins yfirborð raun- verulegs heims, heldur líka að nokkru leyti það sem undir því er. En þó frá- sagnarveruleiki Kafka sé heill, þá er ekki þarmeð sagt að viðfangsefni hans fái á sig þá heildarmynd sem Lukács segir að einkenni allan raunsæjan, þ. e. sannan og rismikinn skáldskap. Frásagnarheimur Kafka er hugveruleiki sem samsvarar fyrst og fremst reynslu og lifun hans sjálfs sem einstaklings, en ekki neinni ákveðinni samfélagsheild. Þrátt fyrir skerpu sína og skilning situr hann fastur í áhrifum yfirborðsveruleikans, í angist sinni og tómleika- 17 TMM 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.