Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 67
Georg Lukács og hnignun raunsceisins
reynslu sína af hlutgerðum og firrtum, sundruðum og afskræmdum heimi
kapítalismans. En hann fyrirgefur þeim heldur ekki að þeir skuli lýsa þessari
reynslu sinni einsog hún væri almennt, altækt, tímalaust og eilíft mannlegt
ástand.
En er hægt að lýsa veruleika kapítalismans sem heild? Er ekki einmitt
kapítalisminn sundraður og ósamstæður? Við höfum séð hvernig maðurinn
slitnar úr tengslum við vinnu sína og annað fólk. Við höfum séð hvern-
ig varan, markaðurinn og peningarnir öðlast „sjálfstætt líf“. Er ekki
kapítalisminn einmitt óendanlegur fjöldi einstakra þátta sem ekki loða sam-
an? Nei, segir Lukács, það er aðeins á yfirborðinu sem kapitalisminn er
sundraður og klofinn. Undir yfirborðinu eru hinir einstöku þættir samtengd-
ir og hafa áhrif hver á annan. Undir yfirborðinu er heildin eða heildarferlið.
En það er yfirborðið sem hefur mest áhrif á vitund manna, listamanna ekki
síður en annarra. Til að rithöfundur geti endurspeglað veruleika kapítalism-
ans sem heild verður hann því að brjótast í gegnum skurn yfirborðsins, kom-
ast að þeim kjarna sem undir er, og uppgötva hið díalektíska samband milli
kjarna og yfirborðs, milli eðlis og fyrirbæris. Það gera módernistarnir ekki.
Þeir láta sér nægja lifun sína og reynslu af fyrirbærinu, af sundruðu og marg-
klofnu yfirborði kapítalismans, en takast ekki á við eðli hans.
Lukács tekur Kafka sem dæmi um mikilliæfan módernista og gerir sér
þannig enganveginn auðvelt fyrir, því verk Kafka eru blandaðri og marg-
þættari en flestra annarra módernista. Lukács er langt frá því að vera blindur
fyrir listrænum hæfileikum þessa höfundar, Kafka er „sannur listamaður, sem
lætur sér ekki nægja einfalda framköUun tilfinningalegra lífssanninda yfir-
borðsveruleikans“. Og það er heldur ekki lifun og reynsla Kafka, tómleikatil-
finningin, tilgangsleysið og angistin, sem eru listræn vandræðabörn, heldur
er það aðferð Kafka sem Lukács snýst öndverður gegn. Kafka stendur raun-
sæishöfundum nær en flestir módernistar að því leyti, að frásagnarveruleiki
hans er heill og ósundraður. Kafka segir ekki ruglingslegri sögur en Balzac og
Tolstoj. Og ímyndaður heimur hans endurspeglar ekki aðeins yfirborð raun-
verulegs heims, heldur líka að nokkru leyti það sem undir því er. En þó frá-
sagnarveruleiki Kafka sé heill, þá er ekki þarmeð sagt að viðfangsefni hans
fái á sig þá heildarmynd sem Lukács segir að einkenni allan raunsæjan, þ. e.
sannan og rismikinn skáldskap. Frásagnarheimur Kafka er hugveruleiki sem
samsvarar fyrst og fremst reynslu og lifun hans sjálfs sem einstaklings, en
ekki neinni ákveðinni samfélagsheild. Þrátt fyrir skerpu sína og skilning
situr hann fastur í áhrifum yfirborðsveruleikans, í angist sinni og tómleika-
17 TMM
257