Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 71
Georg Lukács og hnignun raunsœisins það væri „formalistísk villa“ að telja Brecht módernista vegna kenninga hans um fremundina (Verfremdung), en það var einmitt það sem Lukács gerði áður fyrr og segja má að hafi verið óraunsætt ofstæki. En Lukács hefur samt enganveginn viðurkennt Brecht sem mikið leikritaskáld, hvaðþá hann telji að nútímahöfundur hafi jafnmikið til hans að sækja og klassískra höfunda sem Lukács telur raunsærri. Það er aðallega meðvitað andóf Brechts gegn skírslunni (kaþarsis) og ótýpísk persónusköpun hans sem Lukács hengir sig í. Hér ætti Lukács að reka sig á. Skáldskapur Brechts fungerar í raun ekki verr en margt það sem Lukács telur stórkostlega raunsætt. Og það er ekki verst fyrir Brecht að skáldskapur hans skuli ekki uppfylla raunsæis- skilyrði Lukácsar, heldur er það verst fyrir þann síðarnefnda að raunsæis- hugtak hans skuli ekki ná fullkomlega yfir skáldskap Brechts. Það er ekki sérlega marxistískt að halda dauðahaldi í hugmynd sem stangast á við „hlut- tækan sannleik“. Brecht gerði líka á sínum tíma athugasemdir við skoðanir Lukácsar og var þá stundum bæði háðskur og beiskur (en það er haft fyrir satt að betri vinir hafi verið til en þessir tveir, fremsti bókmenntakönnuður- inn og bezta skáldið sem sósíalísk hreyfing hefur eignazt). Brecht segir m. a.: „Raunsæið er ekki spurning um form. Það er ekki hægt að benda á form hjá einum einstökum raunsæishöfundi (eða ákveðnum fjölda slíkra) og kalla það raunsæisformið. Það er óraunsætt. Ef við gerum það, komumst við að þeirri niðurstöðu, að annaðhvort Swift og Aristófanes eða Balzac og Tolstoj hafi verið raunsæishöfundar. Og ef það er form hjá látnum höfundi sem við bendum á, þá komumst við að þeirri niðurstöðu að enginn lifandi höfundur sé raunsær.“ Og ekki þykir mér ósennilegt að Brecht hafi haft Lukács í huga þegar hann segir: „Formalisti er sá sem rígheldur sér í form, gömul eða ný. Sá sem rígheldur sér í form er formalisti, hvort sem hann semur skáldskap eða gagnrýnir hann.“ Þó Lukácsi finnist leikrit Brechts vanta skírsluáhrif tekur hann harla lítið tillit til þessa estetíska frumþáttar í verkum sem segja má að hyggi listræna tilveru sína á honum að miklu leyti. Þetta kemur ekki sízt fram þegar hann ræðir nútímabókmenntir. Viðurkenning hans á mikilvægi skírslunnar víkur fyrir skilyrðislausri kröfu hans um raunsæja endurspeglun veruleikans. Firr- ingartilfinningar ýmsar, einsog angist, vanmáttar- og einmanakennd o. fl., eru óneitanlega orðnar drjúgur þáttur í sálarlífi vesturlandabúans. Lukács er sér meðvitandi um að skáldskapur sem reynir að sniðganga þær getur aldrei verið raunsær. En hann heldur fast við að þær verði að endurspegla á þann hátt sem hann kallar raunsæjan, jafnvel þó engum raunsæishöfundi 261
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.