Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Side 81
Tvœr stuttar sögur nm til samúðar. Þar er skylda betlarans að vera mönnum augnayndi, lýsa bjartsýni og viðhalda sérkennum arfsins, þótt hann sé þveginn og þokkalega til fara. Og eins og í sumarleyfi á Sikiley lætur fólk krónu af hendi rakna til þessa sólargeisla í skammdeginu, jafnvel þótt engum detti í hug, að hægt sé að lifa á slíku smáræði í allri dýrtíðinni. Menn hugsa sem svo: 0, betlarinn, hann finnur alltaf einhver ráð! í sannleik sagt ber norrænt fólk einkennilega mikið traust til hagsýni og ráðdeildar hetlarans. í augum þess er betlarinn (og kannski listamaðurinn) eini nútímamaðurinn, sem kemst af með lítinn eða alls engan fjárhag. Ef til vill er þetta óbilandi traust á hagfræði og útsjónarsemi hetlarans ástæðan fyrir því, að á útkjálka Evrópu sitja beiningamenn einmitt á æðstu stöðum. Og skorti þá guðsþökk aka þeir út á flugvöll með attaché-tösku úr áli og plasti; en það er meira en skáldið gat látið sig dreyma: Að fljúga um heiminn betlandi í þotu. Boðirn A síðasta heimsþingi listfræðinga, sem kom saman í Köln, var sú óþægi- lega staðreynd viðurkennd, að dag einn í miðri heimsstyrj öldinni fyrri, síð- degis, á meðan blómi evrópskrar æsku, eins og það var kallað, barðist af föð- urlandsást með byssu í skotgröfum, hafi gylltur engill í Louvresafninu fræga í París stokkið með mundað sverð úr sígildu málverki yfir í annað ósígilt og fellt þar fjaðrirnar og sundrazt nokkrum óhrjálegum föðurlandslausum list- málurum, sem lágu í göturæsinu á Montmartre, til mikillar ánægju. Þessi svívirða, eða eins og það er nefnt á máli listfræðinga: þessi röskun gullinsniðsins og ógnun við hefð fagurfræðinnar, vakti þegar sára gremju listvina og hneykslun listkaupenda, en mæltist illa fyrir á meðal ráðamanna og fáfróðs almennings, og sló stökkið óhug á stjórn annarra minni, ótraust- ari og veigaminni safna en Louvresafnsins. Aðalforstjórinn, monsieur Quesaco, vaknaði í skelfingu af fagurfræðileg- um blundi, en hann hafði þá nýverið fengið orðu Heiðursfylkingarinnar fyr- ir að vaka yfir arfleifð franskrar listar á aðalskrifstofu safnsins, sem snýr út að Signu, og reyndi hann samstundis að hrekja engilinn aftur á sinn stað með viðurkenndum rökum, hefðbundnum lögum og hinni þykku safnskrá. En engillinn lét sér ekki segjast. Þá tók forstjórinn verkið úr sýningarsalnum 271
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.