Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Blaðsíða 111
Ási í Bœ
Vandr æðagepill
Hann skal í sveit, sagði pabbi.
Æ, sagði mamma.
Ég lá á gólfinu með jarðeld í brjóstinu, hirtur svo um munaði í fyrsta sinn
á ævinni.
Hann skal, sagði pabbi.
Ég þekkti ekki þessa rödd, hann sem alltaf var svo gæfur í röddinni, nú
gargaði hann og sló saman hnúum. Hann var svona æstur. Þetta var um
kvöldverðarleytið, vorsólin enn allsráðandi utan dyra og hérna lá ég nýbar-
inn og það útaf nokkrum helvítis þorskhausum. Við strákarnir höfðum lent í
lögreglunni út af þessum hausum og af því stafaði allt þetta uppistand.
Þjófur, sagði afi og brakaði í kjaftinum á honum, þegar hann tuggði,
hann spýtti ekki, heldur hélt uppí sér skroleginum eins og endranær, þegar
honum var mikið niðrifyrir, en það vætlaði út úr munnvikunum, þegar hann
talaði.
Þjófur, enginn þjófur í minni ætt, enginn sagði hann grimmdarlega.
Galdramenn jú, guðsorðalyddur jú, jafnvel skáldagrey, — þjófar — nei,
öngvir þjófar.
Ég hét í höfuðið á honum, elzti sonarsonurinn, ættarskömmin.
Föðursystir mín grét sáran. Amma sat á sínum stað, hélt hnýttum höndum
að hrjóstinu, innfallin, sjóndöpur, óræð.
Hann skal í sveit, sagði pabbi.
Djöfull, djöfull, öskraði ég og jarðeldurinn brauzt út um öll vit. Helvítis,
andskotans sveit, hlandsveit, skítasveit.
Svona væni minn, sagði mamma, lagðist á hnén við hlið mér og klappaði
varlega á bakið á mér.
Jú, reyndu að kjass’ann, sagði afi, það er lagið. Munnsöfnuðurinn á þessu,
ja, hvað hefði verið sagt í mínu ungdæmi.
Mér þótti vænt um hönd mömmu þarna á bakinu á mér, en lét sem hún
væri f j andsamleg og vildi hrista hana af mér.
301