Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Page 114
Tímarit Máls og menningar skrjóðum, stýrðum flugdrekum, börðumst með sverðum að hætti forfeðr- anna, byggðum flæðigarða og að kvöldi sátum við saman og sungum uppi á króarþökum, þar sem ritan flögraði yfir höfðum okkar. Og loks þegar við lögðumst til svefns eftir margháttað ævintýri dagsins, æ, hversu fljótt okkur bar inn í óbyggðir draumanna ... Pabbi ... og aftur hitnar brjóst mitt og kverkarnar þorna. Hann hefur aldrei tuktað mig svona áður. Pabbi er hæglátur maður og leggur fátt til mála. Af hverju gerði hann þetta, hann sem hefur svo þykkar hendur, hann sem hefur svo oft þrifið í lubbann á mér að gamni sínu ... Mamma ... maður hugsar aldrei um mömmu, hún er í manni eins og hjartað er í manni. Og þó heyrðist mér votta fyrir uppgjöf í rödd pabba ... Ég sit undir svarta gamalkunna steininum í fjörunni, það er orðið kvöld- sett, dreyrrautt skýjagár hrannast upp á himinbogann, gulskær iðandi birta hellist yfir græn fjöllin, oní sjóinn, glampar á gluggum, en undan sólu stafar löngum skuggum af klettum og bátum. Vinnukliður þessa dags er þagnaður, en úr fjallatómi heyrist heimilislegt gagg fýlsins og mávarnir, sem vappa um leiruna reka upp luntaleg bofs. Pabbi sat við sinn keip. Hann sagði: Ég er ekki vanur að standa í þjarki, en hann er þó alltént sonur minn, og í þetta sinn ætla ég að ráða. Það var sama hvernig ég hamaðist, hann var ósveigjanlegur. Ég leitaði á náðir mömmu, en hún var þögul og strauk mér um vanga. Einn daginn varð ég þess áskynja að hún undirbjó ferð mína. Ég sleppti mér í reiði og sárs- auka og spurði, livort hún vildi þá líka senda mig í þessa bölvuðu útlegð. Hún tók báðum höndum um höfuð mitt og hélt mér þannig að ég sá djúpt inn í augu hennar. Ég sefaðist, því að ég vissi, að þessi augu vildu allt fyrir mig gera, en hún sagði: í þetta sinn verðurðu víst að hlýða honum föður þínum. Föðursystir mín var sú eina sem stóð með mér, ég hafði verið fyrsta lif- andi brúðan hennar og hún þóttist eiga þónokkuð í mér. Eitt sinn kom hún til mín kampakát og sagði: Nú veit ég ráð. Daginn sem báturinn á að fara, skaltu vera veikur. Hvernig veikur? spurði ég. í maganum, sagði hún. Nei. Af hverju ekki? Þá verður farið að þukla mig. Hvað gerir það til? Mig kitlar svo voðalega, þegar komið er við magann á mér, og þá fer ég að 304
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.